Aukinn viðbúnaður í miðbænum í nótt

Frá Lækjargötu í nótt.
Frá Lækjargötu í nótt. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra voru með auk­inn viðbúnað í miðbæ Reykja­vík­ur í nótt vegna stungu­árás­ar og hópslags­mála frá því á föstu­dags­kvöld. 

Ásgeir Þór Ásgeirs­son aðstoðarlög­reglu­stjóri seg­ir í sam­tali við mbl.is að nótt­in hafi verið til­tölu­lega ró­leg og að eng­in al­var­leg at­vik hafi átt sér stað. 

Greint var frá því í gær að þrett­án manns hefðu verið hand­tekn­ir í tengsl­um við stungu­árás og hópslags­mál á Ing­ólf­s­torgi. Þeim hef­ur nú öll­um verið sleppt úr haldi. 

Tveir voru lagðir inn á sjúkra­hús í kjöl­far stungu­árás­ar­inn­ar og hópslags­mál­anna en þeir eru báðir út­skrifaðir. Ann­ar þeirra var stung­inn í þrígang en hinn var bar­inn í höfuðið með vopni. 

Lög­regl­an er með málið til rann­sókn­ar og hef­ur óskað eft­ir mynd­efni þeirra sem áttu leið um Ing­ólf­s­torg á föstu­dags­kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert