Guðmundur Ingi: Leitt að Ásthildur skyldi fara svona

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son á Bessastöðum.
Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son á Bessastöðum. mbl.is/Ólafur Árdal

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son sem tek­ur nú við af Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur sem mennta- og barna­málaráðherra mætti á Bessastaði rétt í þessu. 

Klukk­an 15 hófst fyrri rík­is­ráðsfund­ur­inn og fer nú hinn síðari með nýj­um ráðherra fram. Ásthild­ur Lóa neitaði að tjá sig við fjöl­miðla fyr­ir fund og yf­ir­gaf Bessastaði bak­dyra­meg­in.

Guðmund­ur Ingi sagði ráðherra­stól­inn leggj­ast vel í sig. 

Hann sendi kær­leikskveðjur til Ásthild­ar Lóu og sagði það leitt að hún skyldi fara svona.

Guðmund­ur Ingi sagðist ætla skoða hvort sam­ræmd próf yrðu tek­in upp aft­ur og að það ætti eft­ir að koma í ljós hvort stefnu­breyt­ing yrði í mennta­mál­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert