Guðmundur nýr ráðherra og Ragnar þingflokksformaður

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Guðmundur Ingi Kristinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son verður nýr mennta- og barna­málaráðherra og tek­ur við embætt­inu af Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur í dag. Flokk­ur fólks­ins staðfest­ir þetta í til­kynn­ingu.

Seg­ir þar að Guðmund­ur sé einn reynslu­mesti þingmaður flokks­ins og hafi setið á Alþingi allt frá því flokk­ur­inn fékk fyrst kjörna full­trúa á þing.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son tek­ur við embætti þing­flokks­for­manns af Guðmundi Inga.

Kol­brún Áslaug­ar Bald­urs­dótt­ir tek­ur við af Guðmundi Inga sem formaður vel­ferðar­nefnd­ar og þá verður Sig­ur­jón Þórðar­son full­trúi flokks­ins í Íslands­deild Norður­landaráðs.

Þakka Ásthildi Lóu fyr­ir frá­bæra frammistöðu  

„Flokk­ur fólks­ins þakk­ar Ásthildi Lóu fyr­ir frá­bæra frammistöðu í embætti mennta- og barna­málaráðherra þar sem hún hafði náð að koma mörg­um af bar­áttu­mál­um flokks­ins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar vel áleiðis. Guðmund­ur Ingi tek­ur því við góðu búi og nýt­ur þess sem Ásthild­ur Lóa hef­ur lagt grunn­inn að,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Seg­ir þar líka að inn­an Flokks fólks­ins ríki fullt traust til Ásthild­ar Lóu.

„Fé­laga henn­ar í þing­flokkn­um hlakk­ar til að fá hana aft­ur til starfa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert