Slökkviliðsmenn hafa slökkt að mestu eld sem kviknaði á geymslusvæði í Hellnahverfi í Hafnafirði í morgun.
Tveir dælubílar eru enn á vettvangi og er unnið að því að slökkva í glæðum. Engin slys urðu á fólki.
Þetta segir Ásgeir Valur, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við mbl.is.
Eru þið með upplýsingar um eldsupptök?
„Nei, við vitum ekki hvar eða hvers vegna þetta byrjaði en þetta virðist hafa verið í nokkrum kerjum með eldfimum vökvum,“ segir Ásgeir.
Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið tjón hafi orðið af eldinum.