Halla afhenti ráðherrum spil Bryndísar Klöru

Þorgerður að loknum ríkisráðsfundi.
Þorgerður að loknum ríkisráðsfundi. mbl.is/Ólafur Árdal

„Þessi sam­stæða rík­is­stjórn held­ur áfram og við erum að ganga í verk­in núna. Þið munið sjá það á næstu dög­um,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­laugs­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra þegar hún gekk út frá Bessa­stöðum að rík­is­ráðsfundi lokn­um. 

Á fund­in­um veitti Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur lausn frá embætti mennta- og barna­mála en hún til­kynnti um af­sögn sína á fimmtu­dag. 

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son tók við embætt­inu af Ásthildi en hann hef­ur setið á þingi fyr­ir Flokk fólks­ins frá ár­inu 2017 og jafn­framt verið vara­formaður flokks­ins. 

Á fund­in­um af­henti Halla Tóm­as­dótt­ir ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar kær­leiks­spil til stuðnings minn­inga­sjóði Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur en hún lést í kjöl­far stungu­árás­ar á menn­ing­arnótt í miðbæ Reykja­vík­ur á síðasta ári. 

„Við feng­um öll ridd­ara kær­leik­ans frá for­set­an­um og ég held að þið hefðuð líka gott af því,“ sagði Þor­gerður og vísaði til blaðamanna sem stóðu á tröpp­um Bessastaða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert