Hanna Katrín: „Guðmundur tekur við góðu búi“

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir fundinn.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra eftir fundinn. mbl.is/Ólafur Árdal

„And­rúms­loftið er bara mjög gott,“ svaraði Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra eft­ir rík­is­ráðsfund­inn á Bessa­stöðum fyr­ir stuttu.

„Við erum sam­held­in sem aldrei fyrr,“ sagði hún um sam­starf rík­is­stjórn­ar­inn­ar og væri það nú gott fyr­ir.

Hanna Katrín sagði ráðherra­skipt­in ekki gleðilegt til­efni, en að Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir kæmi „sterk út úr þessu öllu“.

Þá sagðist hún þekkja Guðmund Inga Krist­ins­son af góðu einu.

„Við höld­um áfram með okk­ar verk­efni,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að Ásthild­ur Lóa hefði unnið gott starf síðustu mánuði. „Guðmund­ur tek­ur við góðu búi.“

Hún sagði sterka mann­eskju koma í stað sterkr­ar mann­eskju.

Nú hef­ur mikið gengið á, sér­stak­lega í tengsl­um við Flokk fólks­ins, síðan að rík­is­stjórn­in byrjaði. Held­urðu að það hafi verið mis­tök að fara í rík­is­stjórn með þeim?

„Sann­ar­lega ekki, sann­ar­lega ekki. Ég er bara ekki sam­mála þér endi­lega að það hafi mikið gengið á. Það hef­ur ekki truflað rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og sann­ar­lega ekki það verk­efni sem við vinn­um að. Þannig að við erum bara áfram sterk.“

Þor­gerður sagði sjálf um dag­inn að þetta hafi skaðað rík­is­stjórn­ina, þetta mál. Eruð þið ósam­mála þarna?

„Nei nei, við erum ekki ósam­mála. Við erum bara mjög sam­mála.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert