Hlánar annað kvöld

Annað kvöld hlánar um landið vestanvert.
Annað kvöld hlánar um landið vestanvert. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morg­un nálg­ast lægðardrag landið úr suðvestri og mun úr­komu­svæði ganga til norðaust­urs yfir landið.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands seg­ir að spáð sé aust­an- og suðaustanátt og verður vind­ur yf­ir­leitt á bil­inu 5-15 m/​s. Hvass­ast verður við suðvest­ur­strönd­ina.

Sunn­an til á land­inu verður úr­kom­an ým­ist rign­ing, slydda eða snjó­koma. Hiti verður á bil­inu 0 til 6 stig.

Norðan- og aust­an­lands verður hins veg­ar þurrt fram­an af degi og vægt frost, en seinnipart­inn má bú­ast við snjó­komu með köfl­um á þeim slóðum.

Annað kvöld verður vind­ur svo suðlæg­ari og það hlán­ar um landið vest­an­vert.

Miðja lægðar­inn­ar á miðviku­dag

Á þriðju­dag er út­lit fyr­ir suðvest­an og vest­an 8-13 m/​s og skúri eða slydduél, en yf­ir­leitt þurrt á aust­an­verðu land­inu. Þá mun draga úr vindi síðdeg­is.

Hiti verður á bil­inu 1 til 8 stig, hlýj­ast á Aust­ur­landi, en kald­ast á Vest­fjörðum.

Á miðviku­dag er síðan út­lit fyr­ir að miðja lægðar gangi yfir landið.

„Sú lægð virðist eiga að vera dýpri en lægðir helgar­inn­ar og því fylg­ir meiri vind­ur og úr­koma,“ rit­ar veður­fræðing­ur og bæt­ir við að jafn­framt verði veðrinu mis­skipt milli lands­hluta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert