Í góðu lagi að aðkoma ráðuneytisins verði skoðuð

Kristrún gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu í málefnum barna og …
Kristrún gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu í málefnum barna og menntamála. mbl.is/Ólafur Árdal

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir það vera í góðu lagi að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd taki til um­fjöll­un­ar hlut­verk ráðuneyt­is henn­ar og mögu­legt trúnaðar­brot þess gagn­vart konu sem óskaði eft­ir einka­fundi með Kristrúnu um mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur. 

„Það er í góðu lagi að þau taki þetta mál fyr­ir enda geta þau farið í þau mál sem þau telja mik­il­væg,“ sagði Kristrún. 

Deilt hef­ur verið um hvort það hafi verið trúnaðar­brot af hálfu ráðuneyt­is­ins að gefa aðstoðar­manni Ásthild­ar upp­lýs­ing­ar um nafn og heim­il­is­fang konu sem vildi einka­fund með Kristrúnu til að ræða mál Ásthild­ar. 

Ásthild­ur sagði af sér sem ráðherra í kjöl­far frétta­flutn­ings um að hún hafi eign­ast barn með dreng sem var tæp­lega 17 ára þegar hún var á 23. ald­ursári. 

Tek­ur á að kveðja góðan koll­ega

Aðspurð kveðst Kristrún spennt til frek­ara sam­starfs með Guðmundi Inga Krist­ins­syni sem tók við embætti mennta- og barna­málaráðherra í dag eft­ir að Ásthild­ur Lóa sagði af sér á fimmtu­dags­kvöld. 

Seg­ir Kristrún að ekki sé gert ráð fyr­ir stefnu­breyt­ingu inn­an mála­flokks­ins og seg­ir að unnið verði út frá „sterk­um stjórn­arsátt­mála.“

Hef­ur þetta mál haft áhrif á stjórn­ar­sam­starfið?

„Þetta hef­ur auðvitað áhrif á okk­ur. Þetta er mann­eskja sem við unn­um vel með og auðvitað tek­ur það á að kveðja góðan koll­ega. En það er góð til­finn­ing inni í rík­is­stjórn­inni.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert