Kemur móður sinni til varnar

Þór kveðst stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist …
Þór kveðst stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við fréttflutning um málið. mbl.is/Karítas

Þór Sím­on, son­ur Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, sem hún eignaðist með 16 ára dreng þegar hún var tæp­lega 23 ára fyr­ir 36 árum, kveðst stolt­ur af því hvernig móðir hans hef­ur tek­ist á við frétta­flutn­ing um málið. 

Hann seg­ir að hann hafi aldrei átt erfitt með að eiga í litlu sam­bandi við blóðföður sinn fyrr en að fréttamiðlar fóru að fjalla um málið.

„Þá því miður vegna til­vist­ar hans frek­ar en fjar­veru,“ seg­ir Þór í færslu á Face­book. 

Rúv greindi frá því á fimmtu­dag að Ásthild­ur Lóa hefði, fyr­ir 36 árum, eign­ast barn með dreng sem var að verða 17 ára þegar hún var á 23. ald­ursári. Í frétta­flutn­ingi Rúv um málið kom fram að um tálm­un hafi verið að ræða og að barns­faðir­inn hefði ein­ung­is fengið að sjá son sinn tvo klukku­tíma á mánuði, sem ger­ir um sól­ar­hring á ári. 

„Hvað meinta tálm­un varðar þá finnst mér þær full­yrðing­ar í besta falli hlægi­leg­ar. Það er ekki við mömmu mína að sak­ast að ég hafi ekki átt sam­band við blóðföður minn á bernsku­ár­un­um og hvað þá núna þegar ég er full­orðinn maður. Það var aldrei neinn felu­leik­ur í kring­um faðerni mitt. Mamma sagði mér frá hon­um þegar ég var pínu­lít­ill,“ skrif­ar Þór. 

mbl.is/​Karítas

Minn­ing­in um blóðföður­inn góð þar til á fimmtu­dag

Seg­ir Þór að hann vilji ekki tala illa um blóðföður sinn. Hann hafi hitt hann og fjöl­skyldu hans fyr­ir 16 árum sem hafi verið góð minn­ing, þar til á fimmtu­dag. 

„Ég hitti fjöl­skyldu hans fyr­ir 16 árum og þau voru ynd­is­leg. Það var, að minnsta kosti þangað til á fimmtu­dag, ein­ung­is góð minn­ing. Staðan er hins veg­ar þannig núna að búið er að draga mig, fjöl­skyldu mína og blóðföður minn inn í fjöl­miðlastorm.“

Lýs­ir Þór því hvernig móðir hans hef­ur tek­ist á við málið líkt og aðrar aðstæður í henn­ar lífi. 

„Hvernig hún barðist með kjafti og klóm fyr­ir mig og mína vellíðan þegar ég lenti í einelti í grunn­skóla. Hvernig hún barðist fyr­ir hús­inu okk­ar og al­eigu eft­ir hrun gegn of­ur­efli og gafst aldrei upp. Hvernig hún hlífði mér og bróður mín­um fyr­ir öllu gríðarlegu stress­inu sem fylgdi á þeim tíma.

Hvernig sú bar­átta leiddi hana í að berj­ast fyr­ir aðra sem höfðu lent í sömu klóm og hún í gegn­um Hags­muna­sam­tök heim­il­anna og að lok­um hvernig sú bar­átta leiddi hana á þing og að lok­um í ráðherra­stól fjór­um árum síðar. Hún hef­ur alltaf verið frá­bær mamma, staðið sig mjög vel sem þingmaður og síðan ráðherra þótt í því embætti hafi hún fengið alltof stutt­an tíma til að sanna sig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert