Lægð gengur austur yfir landið

Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það styttir upp.
Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það styttir upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dá­lít­il lægð geng­ur aust­ur yfir landið fyrri part dags. Áttin verður því breyti­leg. Gera má ráð fyr­ir frem­ur hæg­um vindi og rign­ingu, slyddu eða snjó­komu með köfl­um í flest­um lands­hlut­um.

Eft­ir há­degi fjar­læg­ist lægðin og það stytt­ir upp. Þó má bú­ast við lít­ils­hátt­ar élj­um á Norður­landi. Hiti verður á bil­inu 0 til 9 stig í dag, hlýj­ast suðaust­an­til. Í kvöld fryst­ir all­víða.

Þetta kem­ur fram í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Á morg­un nálg­ast næstu skil úr suðvestri.

„Þeim fylg­ir aust­an- og suðaustanátt, vind­ur yf­ir­leitt á bil­inu 5-15 m/​s, hvass­ast við suðvest­ur­strön­inda. Sunn­an­til á land­inu verður úr­kom­an ým­ist rign­ing, slydda eða snjó­koma og hiti á bil­inu 0 til 6 stig. Norðan- og aust­an­lands verður hins veg­ar þurrt fram­an af degi og vægt frost, en seinnipart­inn má bú­ast við snjó­komu með köfl­um á þeim slóðum. Annað kvöld verður vind­ur svo suðlæg­ari og það hlán­ar um landið vest­an­vert,“ seg­ir í hug­leiðing­un­um. 

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert