Segir Guðmund Inga einstaklega ljúfan mann

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Karítas

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, seg­ir það góðar frétt­ir að Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son sé nýr mennta- og barna­málaráðherra. 

Í Face­book-færslu nefn­ir Jón að hann hafi setið í vel­ferðar­nefnd þings­ins þar sem Guðmund­ur Ingi hef­ur gegnt for­mennsku „af lip­urð og dugnaði“.

„Hann er ein­stak­lega ljúf­ur og viðkunn­an­leg­ur maður í viðkynn­ingu og ég hlakka til að halda áfram að starfa með hon­um sem ráðherra og að mál­efn­um barna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert