Segja aðildarviðræður svik við íslensku þjóðina

Hátt í 150 manns sóttu fundinn.
Hátt í 150 manns sóttu fundinn. mbl.is/Þorgeir

„Miðstjórn Fram­sókn­ar hafn­ar al­farið þeirri veg­ferð rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hefja á ný aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Sá leiðang­ur er svik við ís­lensku þjóðina eft­ir yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna fyr­ir kosn­ing­ar.“

Svo hljóðar ein af fimm stjórn­mála­álykt­un­um miðstjórn­ar Fram­sókn­ar sem var samþykkt á miðstjórn­ar­fundi í dag. Fund­ur­inn var hald­inn á hót­el KEA á Ak­ur­eyri þar sem ríf­lega 150 manns mættu. 

Ásmundur Einar Daðason og Guðni Águstsson.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason og Guðni Águsts­son. mbl.is/Þ​or­geir

Í til­kynn­ingu frá Fram­sókn seg­ir að flokk­ur­inn ætli að veita rík­is­stjórn­inni öfl­ugt aðhald og sinna sínu hlut­verki í stjórn­ar­and­stöðu. 

„Vand­ræðagang­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þess­ar fyrstu vik­ur sam­starfs­ins gef­ur ekki góð fyr­ir­heit um fram­haldið,“ seg­ir þar jafn­framt. 

Leggja áherslu á mik­il­vægi alþjóðasam­vinnu

Þá ætl­ar flokk­ur­inn að leggja áherslu á sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og full yf­ir­ráð yfir auðlind­um lands­ins, auk þess sem flokk­ur­inn vill leggja ríka áherslu á mik­il­vægi alþjóðasam­vinnu og virka þátt­töku þjóðar­inn­ar á þeim vett­vangi. 

Ýmislegt var rætt á miðstjórnarfundi flokksins.
Ýmis­legt var rætt á miðstjórn­ar­fundi flokks­ins. mbl.is/Þ​or­geir

„Á þeim óvissu­tím­um sem uppi eru í alþjóðamál­um vill Fram­sókn tryggja hags­muni þjóðar­inn­ar með áherslu á frið, jafn­rétti og virðingu fyr­ir alþjóðalög­um. Fram­sókn legg­ur áherslu á mik­il­vægi Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) og tel­ur mik­il­vægt að ein­blína á lang­tíma­hags­muni Íslands með skyn­sam­legri stefnu í alþjóðamál­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert