Segja málið mjög umfangsmikið og leita myndefnis

Lögreglan leitar að myndefni.
Lögreglan leitar að myndefni. mbl.is/Ari

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur óskað eft­ir mynd­efni þeirra sem áttu leið um Ing­ólf­s­torg í Reykja­vík á föstu­dags­kvöldið.

Óskar lög­regl­an eft­ir mynd­efn­inu í þágu rann­sókn­ar á lík­ams­árás þar sem beitt var hníf og kylfu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu. Rann­sókn máls­ins miði ágæt­lega en málið sé mjög um­fangs­mikið.

Mildi að ekki fór verr

„Til­kynn­ing um lík­ams­árás­ina barst lög­reglu kl. 22.57, en þá var nokkuð af fólki á ferli á svæðinu. Því er ekki ósenni­legt að mynd­efni af at­b­urðarás­inni, eða hluta henn­ar, sé að finna í sím­um ein­hverra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Eru hinir sömu beðnir um að senda upp­lýs­ing­ar á abend­ing@lrh.is og gefa þar upp nafn sitt og síma­núm­er. Lög­regla hef­ur sam­band við viðkom­andi.

Tveir voru flutt­ir á slysa­deild eft­ir árás­ina. Hafa þeir báðir verið út­skrifaðir af sjúkra­húsi en mildi þykir að ekki hafi farið verr, að mati lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert