Tugir hrossabúa og mikið fjárfest

Ármót. Stórt og glæsilegt hrossabú í Rangárþingi ytra, rétt sunnan …
Ármót. Stórt og glæsilegt hrossabú í Rangárþingi ytra, rétt sunnan við Þverá. Tindfjöllin og hinn svipmikli Eyjafjallajökull eru hér í bakgrunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Aust­ur í Rangárþingi hef­ur verið fjár­fest fyr­ir millj­arða króna á und­an­förn­um árum við jarðakaup og upp­bygg­ingu hrossa­búg­arða, reiðhalla, tamn­inga­stöðva og ann­ars slíks.

Sterk hefð frá gam­alli tíð er fyr­ir hesta­mennsku í héraðinu, sem nú er orðin þar mik­il­væg at­vinnu­grein. Hefðbund­inn land­búnaður, svo sem mjólk­ur­fram­leiðsla, er áfram víða stundaður á svæðinu en allt sem hross­un­um viðvík­ur er mjög vax­andi. Marg­ar jarðir hafa verið seld­ar, í heild eða að hluta, fyr­ir hrossa­bú­skap og slíkt hef­ur hækkað verð sam­kvæmt alþekkt­um lög­mál­um. Svo leiðir eitt af öðru.

Hestheimar. Eitt fjölmargra hrossabúa í Ásahreppi sem er vestast í …
Hestheim­ar. Eitt fjöl­margra hrossa­búa í Ása­hreppi sem er vest­ast í Rangárþingi og ligg­ur að aust­an­verðri Þjórsá. Hest­hús og stór reiðskemma og gist­ing í smá­hýs­un­um í brekk­unni.

Rýmkað reglu­verk kom mál­um á hreyf­ingu

Reglu­verk um jarðasölu varð rýmkað nærri alda­mót­um og segja má að það hafi komið mál­um á hreyf­ingu. Á síðustu tutt­ugu árum eða svo hef­ur fjöldi jarða þarna í sveit­un­um skipt um eig­end­ur, sem þá láta til sín taka. Farið hef­ur verið í upp­bygg­ingu, stund­um með at­fylgi fjár­festa í öðrum at­vinnu­grein­um, sem stund­um eru sjálf­ir í stafni. Þetta hef­ur meðan á fram­kvæmd­um stend­ur skapað mikla vinnu fyr­ir iðnaðar­menn og verk­taka í héraði.

Nýj­ar bygg­ing­ar hafa víða verið reist­ar en stund­um er göml­um úti­hús­um, til dæm­is fjós­um, breytt til annarra nota en var. Því fylg­ir svo að við bæ­ina er komið upp reiðvöll­um, skeiðbraut­um og slíku. Stund­um eru líka byggð íbúðar­hús og jafn­vel gistiaðstaða. Ferðaþjón­ust­an og hesta­mennsk­an fylgj­ast að. Á bú­görðunum, sem eru vissu­lega eins ólík­ir og þeir eru marg­ir, eru oft tug­ir hesta á járn­um; klár­ar sem notaðir eru til út­reiða eða eru í tamn­ingu eða rækt­un. Og sumt eru ein­fald­lega keppn­is­hross, enda eru marg­ir af fremstu knöp­um lands­ins Ran­gæ­ing­ar.

Sumarliðabær. Hesthús og reiðskemma og fjær er íbúðarhús. Allt er …
Sum­arliðabær. Hest­hús og reiðskemma og fjær er íbúðar­hús. Allt er byggt í stíl við ein­stakt um­hverfið, þar sem bær­inn stend­ur und­ir háu hamra­belti.

„Já, hér á svæðinu er þetta orðið at­vinnu­veg­ur sem hef­ur mjög mikið að segja. Í ein­hverj­um skiln­ingi gæti þetta tal­ist stóriðja,“ seg­ir Guðmund­ur Viðars­son, bóndi í Skála­koti und­ir Eyja­fjöll­um. Hann þekk­ir vel til þess­ara mála, svo sem af vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar, auk þess sem hann er sjálf­ur hrossa­bóndi. Fyr­ir all­mörg­um árum reisti hann hest­hús og reiðskemmu á jörð sinni og er þar með tamn­ing­ar, rækt­un og hesta­ferðir. Glæsi­legt hót­el var reist síðar. Þessa starf­semi seg­ir Guðmund­ur hafa gengið prýðilega og rentað sig með ágæt­um. Stóðhest­ur­inn Skýr frá Skála­koti hafi þá skilað sínu í folatolli. Slíkt með öðru hafi skapað tæki­færi til að færa út kví­arn­ar. Ein­mitt nú er Guðmund­ur svo að að reisa á land­ar­eign sinni stöð þar sem tekið verður sæði úr stóðhest­um sem sett verður í fryst­ingu og síðar selt. Slík starf­semi er ný­mæli á Íslandi.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 20. mars. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert