Vellingurinn vinsæll í Varmárskóla

Fólk verður æ meðvitaðra um hollustu og hvers eigi að …
Fólk verður æ meðvitaðra um hollustu og hvers eigi að neyta, segir matreiðslumaðurinn Böðvar í viðtalinu. mbl.is/Árni Sæberg

Ríf­lega 100 kíló voru í pott­um í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ í há­deg­inu á þriðju­dag­inn þegar þar var bor­inn fram grjóna­graut­ur. Fast er á mat­seðli skól­ans að þar sé strang­heiðarleg­ur vell­ing­ur að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Raun­ar er þetta eft­ir­læti meðal nem­enda skól­ans. „Hér gild­ir ein­föld upp­skrift af því að það stend­ur alltaf fyr­ir sínu. Ég gæti haft þetta á borðum tvisvar í viku og flest­um börn­un­um þætti slíkt fínt,” seg­ir Böðvar Sig­ur­vin Björns­son mat­reiðslu­meist­ari skól­ans.

Herra­manns­mat­ur!

Starfs­fólkið í mötu­neyti Varmár­skóla var venju sam­kvæmt komið snemma til vinnu á þriðju­dag og byrjaði þá að finna til allt sem þurfti í graut dags­ins. Grjón­in eru grunn­ur: 25 kíló úr stór­um sekk sem soðin voru í vatni. Til­bú­in voru grjón­in færð í ann­an pott og lát­in þar malla í 50 lítr­um af mjólk. Svo var bætt við salti, vanillu og rús­ín­um. Und­ir há­degi var farið að krauma í pott­un­um. Nem­end­ur voru líka ljóm­andi kát­ir þegar þeir komu í mat­sal­inn og fengu þar þenn­an spóna­mat með slátri og ávöxt­um.

Frægt er að fyr­ir 40 árum þegar þreng­ing­ar voru í efna­hags­mál­um á Íslandi sögðu for­ystu­menn verka­lýðshreyf­ing­ar að fá­tækt fólk yrði að gera sér graut að góðu. Herjað var á Stein­grím Her­manns­son þáver­andi for­sæt­is­ráðherra vegna þessa. „Mér finnst grjóna­graut­ur góður,“ svaraði ráðherr­ann og sló vopn­in úr hönd­um and­stæðinga sinna. Æ síðan hef­ur Stein­grím­ur með rús­ín­um, eins og kom­ist er að orði, þótt al­gjör herra­manns­mat­ur!

Rótargrænmeti og slátur. Eitt það besta sem býðst, hollur og …
Rót­argræn­meti og slát­ur. Eitt það besta sem býðst, holl­ur og afar góður mat­ur sem er í há­veg­um hafður af mörg­um og víða.

Mat­ar­legt upp­eldi

„Mat­ar­menn­ing­in hér í Varmár­skóla hef­ur breyst tals­vert frá því ríki og sveit­ar­fé­lög gerðu skóla­máltíðir gjald­frjáls­ar,“ seg­ir Böðvar. Hann tel­ur þetta raun­ar geta átt við í fleiri skól­um og slíkt sé gott mál.

„Meðan for­eldr­ar borguðu fyr­ir há­deg­is­mat barn­anna þurfti alltaf að hafa í huga að verið væri að selja þjón­ustu. Því varð mat­seðill­inn að taka mið af vin­sæld­um. Þá var oft­ar verið með föstu­dags­mat, eins og pítsur, ham­borg­ara, kjúk­ling og lasagna. Nú er þetta sjaldn­ar á borðum því nú koma ein­fald­lega nem­end­ur í mat, end­ur­gjalds­laust. Áhersla á holl­ustu, fjöl­breytta og nær­ing­ar­ríka fæðu, kem­ur sterk­ar inn en áður. Þetta má kalla mat­ar­legt upp­eldi. Þá geta börn­in líka komið hingað og fengið ávöxt og skyr­dós ef þannig stend­ur á. Við finn­um að þegar börn­in eru södd dreg­ur úr nún­ingi í sam­skipt­um; svo miklu ræður nær­ing um and­lega líðan.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 20. mars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert