Kvikmyndaskólinn í gjaldþrotameðferð: Allt kapp lagt á að ljúka misserinu

Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð.
Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Ljósmynd/Aðsend

Rekstr­ar­fé­lag Kvik­mynda­skóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð.

Í tölvu­pósti rektors til starfs­fólks skól­ans seg­ir að um sé að ræða áfall en til gær­dags­ins hafi for­svars­menn skól­ans trúað að til þessa kæmi ekki.

Mánuðum sam­an hafi staðið yfir viðræður milli skól­ans og há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins sem og mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins um yf­ir­færslu mál­efna skól­ans úr síðar­nefnda ráðuneyt­inu yfir í það fyrr­nefnda.

Rík­ur vilji til að finna leið til yf­ir­færslu

Síðustu frétt­ir segja að úr há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu hafi verið lýst yfir rík­um vilja fyr­ir því að finna leið til yf­ir­færsl­unn­ar.

Seg­ir í póst­in­um, sem Hlín Jó­hann­es­dótt­ir rektor sendi, að unnið verði að því að halda starf­sem­inni gang­andi og að tryggja hags­muni starfs­fólks, kenn­ara og nem­enda.

Þurfa tíma til að greiða úr mál­um

Starfs­fólk er kvatt til þess að gefa for­svars­mönn­um tíma til að greiða úr mál­um en for­svar­menn lýsa um leið skiln­ingi á þeirri erfiðu stöðu sem starfs­fólk hef­ur verið sett í.

Hlín seg­ir að í dag séu mik­il­væg­ir fund­ir milli skóla og ráðuneyta og að fram­haldið muni ráðast á þeim fund­um.

Nán­ari frétt­ir síðar í dag

Vænt­ir hún þess að geta til­kynnt und­ir lok dags hvaða lín­ur hafi verið lagðar. Allt kapp sé lagt á að ljúka miss­er­inu í það minnsta og að gæta að nem­end­um, kenn­ur­um og starfs­fólki.

Eins og staðan er í dag seg­ir hún að allt kapp verði lagt á að halda starf­sem­inni gang­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert