Líktu íslenska hestinum við hund

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:27
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:27
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fátt fór meira í taug­arn­ar á Sig­ur­birni Bárðar­syni en þegar sænsk­ir hesta­menn gerðu lítið úr ís­lenska hest­in­um. Geltu jafn­vel að hon­um til að líkja hest­in­um við hund. En Sig­ur­björn stakk upp í þá.

Sig­ur­björn Bárðar­son, landsliðsein­vald­ur í hestaíþrótt­um, er gest­ur Dag­mála í dag og ræðir þar um ein­stak­an fer­il sinn á skeiðvell­in­um til hart­nær sex­tíu ára. Hann er enn að keppa og mun gera það á meðan hann hef­ur trú á að geta unnið.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu flokk­ast ís­lenski hest­ur­inn sem pony, eða smá­hest­ur. Hins veg­ar hef­ur hest­ur­inn okk­ar stækkað mikið frá því sem áður var. „Hann er bú­inn að stækka um fleiri fleiri sentí­metra. Það eru al­veg straum­hvörf í því,“ seg­ir Sig­ur­björn og tel­ur helstu ástæðuna vera gott at­læti og upp­eldi.

Ein af mörg­um sög­um sem Sig­ur­björn rifjar upp í Dag­málaþætt­in­um er þegar hann var við æf­ing­ar á Sólvangi í Svíþjóð. Þar var stór og mik­il hestamiðstöð og mik­ill upp­gang­ur í hesta­mennsku. Þarna var fólk víða að og aðstaða góð.

„Djöf­ull fór það í pirr­urn­ar á manni“

„Þegar þeir voru að þjálfa stóru hest­ana og riðu að manni þá geltu þeir á mann. Það var merki um að maður væri á hundi. Það var svona lít­ilsvirðing. Og djöf­ull fór það í pirr­urn­ar á manni maður. Það kom Stjáni blái upp í manni,“ viður­kenn­ir Sig­ur­björn og reiðir kreppt­an hnef­ann til lofts, hlæj­andi. „Maður var svo stolt­ur af sín­um hesti.“

Þetta endaði með því að Sig­ur­björn bauð þeim í kapp­hlaup. Sá ís­lenski á móti stóru „thoroug­hbread“ evr­ópsku kapp­reiðahest­un­um. Sig­ur­björn var ein­mitt með nokkra ís­lenska hesta á staðnum og þar af einn öskufljót­an sem hafði unnið til verðlauna hér heima. Sví­arn­ir létu til leiðast og buðu hon­um að velja vega­lengd­ina. „Ég valdi vega­lengd­ina tvö hundruð metr­ar, tvö hundruð og fimm­tíu metr­ar. Ég vandi hann við start­boxið og ég var á und­an. Svo heyrði ég þegar ég var kom­inn tvö hundruð og tutt­ugu þrjá­tíu metra. Þá heyrði ég hvin­inn í hon­um að koma og þá fór ég bara á brems­una og stoppaði. Því þá var ég kom­inn í enda­mark. Þarna náði maður aðeins að setja upp í þá. Þeir geltu ekki á mig leng­ur eft­ir það,“ seg­ir Sig­ur­björn og greini­lega skemmt þegar hann rifjar upp þessa sögu.

Nú hef­ur verið gerð heim­ild­ar­mynd um Sig­ur­björn þar sem farið er yfir fer­il­inn og hans lit­ríka lífs­hlaup. Mynd­in heit­ir því viðeig­andi nafni Sig­ur­vilji. Mynd­in er sýnd meðal ann­ars í Laug­ar­ás­bíó og Sel­foss­bíó.

Viðtalið við Sig­ur­björn í Dag­mál­um geta áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins nálg­ast með því að smella hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert