Þurftu að takast á við eldinn aftur

Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn fyrst klukkan níu í morgun. …
Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn fyrst klukkan níu í morgun. Tólf tímum seinna barst aftur útkall á sama stað. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu þurfti að senda aft­ur dælu­bíl í Hellna­hverfi í Hafnar­f­irði í kvöld til að slökkva eld sem tek­ist var á við fyr­ir há­degi í dag.

Í morg­un kviknaði í raf­hlöðum á end­ur­vinnslu­svæði Hringrás­ar í Álhellu og voru tveir dælu­bíl­ar send­ir á vett­vang til að slökkva eld­inn.

Klukk­an 21 blossaði eld­ur­inn svo aft­ur upp.

Lár­us­ Stein­dór Björns­son varðstjóri seg­ir í sam­tali við mbl.is að einn dælu­bíll hafi verið send­ur á vett­vang núna fyrr í kvöld.

„Það kviknaði aft­ur í þessu,“ seg­ir Lár­us en bæt­ir við að aðgerðum á vett­vangi sé nú lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert