Tveir handteknir fyrir húsbrot og eignaspjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn voru hand­tekn­ir í hverfi 101 vegna hús­brots og eigna­spjalla og voru menn­irn­ir vistaðir í fanga­klefa.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. Alls eru 49 mál bókuð í kerf­um lög­reglu á tíma­bil­inu.

Þá var maður hand­tek­inn í hverfi 101 vegna brots á vopna­lög­um og að segja ekki til nafns þegar lög­regla hafði af­skipti af hon­um. Hann var vistaður í fanga­klefa.

Nokk­ur fjöldi öku­manna voru kærðir fyr­ir hin ýmsu um­ferðarlaga­brot s.s. akst­ur án öku­rétt­inda og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna.

Kona í ann­ar­legu ástandi vegna ölv­un­ar var til vand­ræða í hverfi 103 og var henni ekið til síns heima. Þá fékk lög­regl­an til­kynn­ingu um grun­sam­leg­ar manna­ferðir í hverf­um 110, 104 og 101.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert