Útköll á landi og á sjó í nótt

Frá aðgerðum á Langjökli í nótt.
Frá aðgerðum á Langjökli í nótt. Ljósmynd/Landsbjörg

Rétt upp úr miðnætti bár­ust Neyðarlínu neyðarboð frá Lang­jökli, rétt við fjallið Klakka. Við nán­ari eft­ir­grennsl­an voru þar tveir menn á ferð á vélsleðum og höfðu þeir lent í tals­verðri festu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björg en þar kem­ur fram að menn­irn­ir hafi verið vel bún­ir og eng­in hætta hafi verið á ferðum en þeir óskuðu aðstoðar við að losa sleða sína.

Björg­un­ar­sveit­ir suður af Lang­jökli voru boðaðar út sem og björg­un­ar­sveit úr Borg­ar­f­irði. Ferð björg­un­ar­sveita gekk ágæt­lega inn að jökli og klukk­an 3 í nótt komu fyrstu björg­un­ar­menn sem voru á sleðum, á vett­vang.

Frá aðgerðum á Langjökli í nótt.
Frá aðgerðum á Lang­jökli í nótt. Ljós­mynd/​Lands­björg

Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamenn­irn­ir fylgd til byggða, þar sem bens­ín­birgðir voru orðnar af skorn­um skammti.

Fiski­bát­ur í vand­ræðum rétt norður af Horn­bjargi

Þá kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að rétt upp úr klukk­an eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiski­bát sem var þá stadd­ur rétt norður af Horn­bjargi. Það óhapp hafði orðið að olía fór af stýri­s­kerfi og bát­ur­inn því stjórn­laus. Fjór­ir menn eru um borð, veður ágætt og ekki mik­il hætta á ferðinni.

Varðskipið Þór, sem var statt í Grund­arf­irði, var sent af stað vest­ur ásamt því að áhöfn­in á björg­un­ar­skip­inu Gísla Jóns á Ísaf­irði var boðuð út. Bæði skip voru að leggja úr höfn rétt um hálf tvö í nótt.

Klukk­an fimm í morg­un kom svo Gísli Jóns að bátn­um og rétt um tíu mín­út­um síðar var búið að koma taug á milli skip­anna og skip­stjóri Gísla Jóns setti stefn­una inn á Ísa­fjörð. Drátt­ur­inn hef­ur ekki gengið al­veg áfalla­laust fyr­ir sig, en eft­ir um klukku­stund­ar drátt hafði einn þátt­ur drátt­ar­taug­ar um borð í fiski­bátn­um slitnað og þurfti að stöðva ferð meðan áhöfn báts­ins lagaði það.

Því verki var lokið snöf­ur­mann­lega og rétt um hálf átta í morg­uns­árið var hægt að halda ferð áfram. Skip­in eru nú á um 6 sjó­mílna hraða eða 11 km á klukku­stund, í vesturátt fyr­ir norður af Horn­vík.

Varðskipið Þór held­ur áfram för norður fyr­ir Vest­fjörðum áleiðis í átt að Gísla Jóns og fiski­bátn­um.

Óvíst er hvenær von er á bát­un­um inn til Ísa­fjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert