Vilja hertari reglur um mengunarvarnir

Hertari reglur taka gildi árið 2027 verði tillagan samþykkt.
Hertari reglur taka gildi árið 2027 verði tillagan samþykkt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til­laga verður lögð fyr­ir fund Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) í næsta mánuði um stofn­un meng­un­ar­varn­ar­svæðis fyr­ir skip í lög­sögu Íslands auk sjö annarra ríkja.

Verði til­lag­an samþykkt munu hert­ari regl­ur um meng­un­ar­varn­ir taka gildi á svæðinu árið 2027. 

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu.

Svæði með hert­ari regl­um finn­ast víða

Kem­ur þar fram að á veg­um IMO sé hægt að skil­greina hafsvæði þar sem strang­ari regl­ur gilda um meng­un­ar­varn­ir en al­mennt ger­ist í alþjóðasigl­ing­um og að slík svæði (Em­issi­on Control Areas, ECA) nái nú m.a. yfir Norður­sjó, Eystra­salt, Miðjarðahaf sem og lög­sög­ur Nor­egs, Kan­ada og Banda­ríkj­anna.

Svæðin þurfi að fá samþykki inn­an IMO þar sem ríki hafa ekki al­mennt vald til þess að setja meng­un­ar­varn­a­regl­ur í lög­sög­um utan eig­in land­helgi eða á alþjóðleg­um sigl­inga­leiðum.

Meng­un­ar­varna­svæðið (At­lECA) myndi ná til lög­sögu Græn­lands, Fær­eyja, Bret­lands, Írlands, Frakk­lands, Spán­ar og Portú­gals, auk Íslands.

Hér má sjá mengunarvarnasvæðið sem lagt er til að verði …
Hér má sjá meng­un­ar­varna­svæðið sem lagt er til að verði stofnað. Fjólu­bláu og grænu svæðin sýna svæði þar sem hert­ari meng­un­ar­varn­ir gilda. Kort/​Stjórn­aráðið

Ná ein­göngu til nýrra stærri skipa

Verði til­lag­an samþykkt munu hert­ar regl­ur um meng­un­ar­varn­ir taka gildi á svæðinu árið 2027.

Regl­urn­ar munu þó ekki ná til skipa sem þegar eru í rekstri, held­ur ein­göngu til nýrra stærri skipa sem kom inn í flot­ann á ár­inu 2027 eða síðar. 

„Mjög hef­ur dregið úr notk­un svartol­íu í ís­lensk­um skip­um á und­an­förn­um árum og þar með líka loft­meng­un af völd­um sóts og brenni­steins­sam­banda. Hert­ar kröf­ur um meng­un af völd­um köfn­un­ar­efn­is­sam­banda kalla á notk­un hvarfa­kúta eða annarra ráðstaf­ana í nýj­um skip­um sem koma inn 2027 og síðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert