Vill meta gagn menntakerfis

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og fyrrverandi kennari.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og fyrrverandi kennari. mbl.is/Karítas

Mik­il­vægt er að í mennta­kerf­inu verði að finna ein­hverja mæli­kv­arða á ár­ang­ur. Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri.

Morg­un­blaðið og mbl.is hafa und­an­farið ár fjallað ít­ar­lega um skóla­kerfið á Íslandi, skort á sam­ræmd­um mæli­kvörðum og óskýr­ar ein­kunn­ir grunn­skóla­barna, sem for­eldr­ar jafn­vel skilja ekki.

Sam­ræmt náms­mat hef­ur ekki verið fram­kvæmt í um fimm ár á Íslandi, að und­an­skildu alþjóðlega PISA-próf­inu. Þar hef­ur ár­ang­ur barna hér á landi farið hríðversn­andi í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, svo mjög að talað hef­ur verið um neyðarástand í mála­flokkn­um.

Ból­ar vart á öðrum aðgerðum

Í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar sem hófst síðasta sum­ar ákváðu skóla­yf­ir­völd að flýta inn­leiðingu svo­kallaðs mats­fer­ils, sem á að leysa gömlu sam­ræmdu könn­un­ar­próf­in af hólmi.

Ef áætlan­ir ganga eft­ir verður fer­ill­inn inn­leidd­ur í öll­um grunn­skól­um á næsta skóla­ári, en þó aðeins í ís­lensku og stærðfræði þar sem hann er enn í þróun.

Vart hef­ur bólað á öðrum aðgerðum til að sporna við slæmri þróun mennta­mála á Íslandi.

Starf kenn­ara orðið miklu erfiðara

„Það eru marg­ar ástæður fyr­ir því af hverju starf kenn­ara hef­ur orðið miklu erfiðara á síðustu árum,“ seg­ir Ásgeir í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ég er nú fyrr­ver­andi kenn­ari sjálf­ur og þess vegna finnst mér mjög mik­il­vægt að þarna séu tengd­ir sam­an hags­mun­ir,“ bæt­ir hann við og á þar við hags­muni nem­enda ann­ars veg­ar og kenn­ara hins veg­ar.

„Það má síðan deila um hverj­ir þeir ættu að vera og ég ætla ekki að hafa vit á því.“

Mik­il­vægt að setja mark­mið

Ásgeir hef­ur áður sagt að al­mennt sé mjög mik­il­vægt, þegar kem­ur að þjón­ustu rík­is­ins, að sett séu mark­mið sem tengd eru við fjár­veit­ing­ar.

Hann seg­ir að setja verði upp ár­ang­ur­s­viðmið og gæta þess að launa­hækk­an­ir séu tengd­ar ein­hverj­um ár­angri sem samn­ing­arn­ir eiga að skila fyr­ir þjóðina, eins og bættu mennta­kerfi, og vís­ar til nýrra kjara­samn­inga kenn­ara.

„Það er ekki sjálf­gefið, að það að hækka laun ein­hverra hópa komi til baka til þjóðarbús­ins. Þannig held ég að það sé mjög mik­il­vægt hvernig samn­ing­un­um er fylgt eft­ir og að það verði tryggt að ein­hver trú­verðugur ár­ang­ur verði.“

Launa­hækk­an­ir tengd­ar ár­angri

Ásgeir hef­ur sagt að al­mennt sé mjög mik­il­vægt þegar kem­ur að þjón­ustu rík­is­ins að það séu sett ein­hver mark­mið sem tengd eru sam­an við fjár­veit­ing­ar.

Hann seg­ir að setja verði upp ár­ang­ur­s­viðmið og gæta þess að launa­hækk­an­ir séu tengd­ar ein­hverj­um ár­angri sem samn­ing­arn­ir eiga að skila fyr­ir þjóðina, eins og bættu mennta­kerfi.

„Það er ekki sjálf­gefið að það að hækka laun ein­hverra hópa komi til baka til þjóðarbús­ins. Þannig held ég að það sé mjög mik­il­vægt hvernig samn­ing­un­um er fylgt eft­ir og að það verði tryggt að ein­hver trú­verðugur ár­ang­ur verði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert