Árásarmál á Vopnafirði: Beðið eftir niðurstöðu í sakhæfismati

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. október.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á föstu­dag­inn renn­ur út gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir manni sem hef­ur verið ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps og stór­felld brot í nánu sam­bandi en maður­inn réðst á fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu og barn­s­móður á Vopnafirði í októ­ber í fyrra.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, seg­ir að beðið sé eft­ir niður­stöðu úr sak­hæf­is­mati á mann­in­um og í fram­hald­inu von­ist hann til þess að hægt verði að rétta í mál­inu.

Maður­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 19. októ­ber en hon­um er gefið að sök að hafa meðal ann­ars veist að kon­unni með rúllu­bagga­teini og notað hann til að stinga hana í kviðinn, ýta við henni þar til hún féll til jarðar og síðan notað tein­inn til að þrengja að hálsi henn­ar. Þá var hann einnig með járn­karl í árás­inni.

Haf­dís Bára Óskars­dótt­ir, brotaþol­inn, steig fram í Kast­ljósi RÚV á sín­um tíma þar sem hún sagði mann­inn hafa ráðist á sig inni í skemmu fyr­ir utan heim­ili henn­ar.

„Hann teyg­ir sig í járn­karl­inn og ræðst á mig. Það fyrsta sem hann ger­ir er að reyna að stinga mig í kviðinn, tvisvar eða þris­var sinn­um. Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og set­ur járn­karl­inn yfir háls­inn á mér og þrýst­ir bara,“ sagði Haf­dís meðal ann­ars í viðtal­inu.

Hún seg­ist hafa ótt­ast um líf sitt og reynt að fá mann­inn til að hugsa um syni henn­ar en þann yngri eiga þau sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert