Fangelsi smekkfull: 70 í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald, fangelsi, Hólmsheiði, fangelsismálastofnun, fangelsisdómur, afplánun.
Gæsluvarðhald, fangelsi, Hólmsheiði, fangelsismálastofnun, fangelsisdómur, afplánun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fang­elsi lands­ins eru yf­ir­full. Helg­ast það ekki síst af þeim fjölda er sit­ur í gæslu­v­arðhaldi af ólík­um ástæðum. Birg­ir Jónas­son, sett­ur for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, seg­ir að um helg­ina hafi 67-70 verið í gæslu­v­arðhaldi. Þar af sitja um tíu í ein­angr­un vegna lög­reglu­rann­sókna.

Sá hóp­ur sem er í gæslu­v­arðhaldi sam­an­stend­ur af föng­um í lausa­gæslu sem alla jafna bíða áfrýj­un­ar dóm­stól­anna, fólki sem hef­ur verið synjað um land­vist­ar­leyfi og bíður brott­vís­un­ar og fólki í ein­angr­un vegna rann­sókn­ar­hags­muna.

56 gæslu­v­arðhaldspláss eru á Hólms­heiði en Litla-Hraun hef­ur einnig verið nýtt und­ir gæslu­v­arðhalds­fanga í lausa­gæslu.

Að auki eru um 100 manns í afplán­un í fang­els­un­um en um 15 pláss á Litla-Hrauni eru ónýtt sem stend­ur vegna fram­kvæmda. 

Birgir Jónasson, settur forstjóri Fangelsismálastofnunar.
Birg­ir Jónas­son, sett­ur for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il áskor­un 

„Við ein­fald­lega leys­um þetta,“ seg­ir Birg­ir spurður um það hvernig brugðist sé við svona ástandi.

Hvernig er það leyst?

„Við reyn­um við að stýra inn­flæði á fólki í fang­els­in. Við setj­um í raun upp ákveðna for­gangs­röðun. Núna eru óvenju marg­ir sem sæta gæslu­v­arðhaldi og óvenju mörg stór mál í gangi,“ seg­ir Birg­ir. Bæt­ir hann því við að í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um séu opnu fang­els­in nýtt und­ir lausa­gæslu.

Hvað mynduð þið gera ef það kæmi upp stórt mál sem krefðist þess að marg­ir yrðu sett­ir í gæslu­v­arðhald sam­kvæmt úr­sk­urði?

„Það yrði mik­il áskor­un. Það er alltaf áskor­un fyr­ir kerfið þegar upp koma stór mál,“ seg­ir Birg­ir.

Flest gæsluvarðhaldspláss eru á Hólmsheiði.
Flest gæslu­v­arðhaldspláss eru á Hólms­heiði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hlé á afplán­un kem­ur til álita 

Eru þá dæmi um að mönn­um sé sleppt sem eru komn­ir langt með að sitja af sér sinn dóm? 

„Það er eitt úrræðið sem kem­ur til álita, að gera hlé á afplán­un. Það er alls ekki heppi­legt úrræði.  Við erum bæði með gæslu­v­arðhalds- og afplán­un­ar­fanga og eins og gef­ur að skilja er fjöldi gæslu­v­arðhalds­fanga breyta sem erfitt er að stýra. Það get­ur verið mik­il áskor­un því það eru bara ákveðið mörg pláss fyr­ir gæslu­v­arðhald,“ seg­ir Birg­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert