Matvælastofnun óskar eftir lögreglurannsókn

Farið er fram á rannsókn á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum.
Farið er fram á rannsókn á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum. mbl.is/Þorgeir

Mat­væla­stofn­un hef­ur farið fram á op­in­bera rann­sókn lög­reglu vegna meintra brota fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is á Aust­fjörðum um vel­ferð dýra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef MAST. 

Meint brot varða út­setn­ingu seiða í of kald­an sjó með þeim af­leiðing­um að þau dráp­ust í stór­um stíl. 

„Mat­væla­stofn­un tel­ur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýra­vel­ferðarlaga. Stofn­un­in met­ur brot­in al­var­leg og hef­ur þar af leiðandi óskað eft­ir lög­reglu­rann­sókn.

Lög­regl­an á Aust­ur­landi hef­ur málið til meðferðar og veit­ir Mat­væla­stofn­un ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að sinni,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert