Í gær undirritaði Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frá þessu er greint á vef vef sambandsins en þar segir að nýr samningur sé álíkur þeim sem felldur var fyrr á þessu ári ásamt ákveðnum breytingum í samræmi við niðurstöðu könnunar sem LSS gerði meðal félagsmanna.
Stefnt er að því að kynna nýjan kjarasamning fyrir helgi og að atkvæðagreiðsla fari fram dagana 28. mars til 1. apríl.