„Það er það sem okkur ber að gera“

Bryndís tók undir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Bergþórs …
Bryndís tók undir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um að skoða þurfi nánar gang mála hjá for­sæt­is­ráðuneyt­inu varðandi meðhöndl­un máls þáver­andi barna- og mennta­málaráðherra, Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að það sem gerðist hér í þingsal í gær kalli auðvitað á það ann­ars veg­ar að hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra fái tæki­færi til að svara bet­ur fyr­ir þessa hluti en einnig að hátt­virt stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd taki þátt for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins til skoðunar í þessu máli,“ sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, und­ir fund­ar­stjórn for­seta Alþing­is á þing­fundi í dag.

Tók Bryn­dís þannig und­ir um­mæli Hild­ar Sverr­is­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Bergþórs Ólason­ar, þing­manns Miðflokks­ins, um að skoða þurfi nán­ar gang mála hjá for­sæt­is­ráðuneyt­inu varðandi meðhöndl­un máls þáver­andi barna- og mennta­málaráðherra, Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur.

„Okk­ur ligg­ur ekk­ert á í því en við þurf­um bara ein­mitt að leyfa ryk­inu að setj­ast og anda aðeins ofan í kviðinn og fara vel yfir það, því að það er jú hlut­verk þeirr­ar nefnd­ar,“ sagði Bryn­dís.

„En ég verð líka, virðuleg­ur for­seti, að fá að segja það að mér fannst mjög miður að heyra einn af for­svars­mönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar hér í gær kasta því fram að eins og við í stjórn­ar­and­stöðunni vær­um hér með ein­hverja þórðargleði yfir per­sónu­leg­um harm­leik og ein­hverri þeyti­vindu fortíðar­inn­ar sem fyrr­ver­andi hæst­virt­ur mennta- og barna­málaráðherra hef­ur lent í.

Það hef­ur þessi stjórn­ar­andstaða svo sann­ar­lega ekki gert. Það er bara sann­gjarnt að því sé haldið hér til haga að við erum að ræða stjórn­sýsl­una á bak við málið, aðkomu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins að mál­inu og það er það sem okk­ur ber að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert