Um 20 tilkynningar um flóðatjón

Flóð Verulegt tjón varð í húsi á Fiskislóð í Reykjavík …
Flóð Verulegt tjón varð í húsi á Fiskislóð í Reykjavík þegar flæddi og stórgrýti barst inn í bygginguna. Morgunblaðið/Karítas

Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands hafa borist alls um 20 til­kynn­ing­ar um tjón sem varð í flóðum þegar óveður gekk yfir Suðvest­ur­land í byrj­un þessa mánaðar, en ekki ligg­ur fyr­ir enn hvert fjár­tjónið varð. Þetta seg­ir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir for­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Stærstu tjón­in urðu á Seltjarn­ar­nesi og á Granda, en þar urðu tvö hús hvað verst úti, eitt á hvor­um stað,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður.

„Síðan erum við líka með til­kynn­ing­ar um tjón á tveim­ur hafn­ar­mann­virkj­um á Suður­nesj­um, annað í Reykja­nes­bæ og hitt í Vog­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við að nokk­urt tjón hafi orðið á Akra­nesi.

Hulda Ragn­heiður seg­ir að bundið sé í lög hvaða tjón komi til kasta Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar. Í lög­um um Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu seg­ir m.a. að tjón af völd­um eld­gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns­flóða komi til kasta henn­ar.

Þar seg­ir einnig að skylt sé að vá­tryggja all­ar hús­eign­ir og lausa­fé sem er bruna­tryggt hjá vá­trygg­inga­fé­lagi sem starfs­leyfi hef­ur hér á landi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert