Ákærður og farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Árásin átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt.
Árásin átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður hef­ur verið ákærður grunaður um hnífstungu­árás á Kjal­ar­nesi á ný­ársnótt.

Tveir hlutu stungusár í árás­inni og var ann­ar með lífs­hættu­lega áverka.

Hinn grunaði hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi í tólf vik­ur og verður farið fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir hon­um í dag. Þetta staðfest­ir Matt­hea Odds­dótt­ir aðstoðarsak­sókn­ari við mbl.is.

Áverka eft­ir hníf

Í úr­sk­urði Lands­rétt­ar frá því janú­ar voru lýs­ing­ar á árás­inni.

Kem­ur þar fram að árás­in átti sér stað á gisti­heim­ili og þegar lög­reglu bar að garði var einn brotaþoli í and­dyri hús­næðis­ins með stungusár á brjóst­kassa.

Ann­ar maður var inni í hús­næðinu og var hann með áverka í and­lit­inu og skurð á bak­inu sem virt­ist vera eft­ir hníf.

Þá tjáði íbúi á svæðinu lög­reglu að ann­ar karl­maður sem einnig hafði verið stung­inn hefði hlaupið til sín og verið með stungusár á bak­inu. Sá reynd­ist lífs­hættu­lega slasaður.

Ber fyr­ir sig sjálfs­vörn

Seg­ir í úr­sk­urðinum að þegar lög­regla kom á vett­vang hafi blóðslett­ur verið á gangi hús­næðis­ins og á víð og dreif á gólf­inu inni í her­berg­inu. Hníf­ur var í eld­hús­vask­in­um sem virt­ist vera búið að þrífa en ein­hverj­ar blóðslett­ur voru í kring­um vaskinn.

Meint­ur ger­andi var hand­tek­inn á vett­vangi og kem­ur fram að hann hafi blásið 1,22 pró­míl í áfeng­is­mæli.

Að sögn hins grunaða stakk hann tvo karl­menn sem höfðu ráðist að hon­um og hafi hann því gert það í sjálfs­vörn.

Kvað hann að margt fólk hefði verið í teiti í hús­næðinu þegar tveir aðilar sem voru gest­kom­andi hefðu verið ógn­andi og ráðist að hon­um í eld­hús­inu. Þegar einn aðil­inn hafi stappað á brjóst­kassa hins grunaða hafi hann reiðst og varið sig með hnífi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert