Fjórðungur þjóðarinnar sniðgengur bandarískar vörur

Ef litið er til þeirra sem tóku afstöðu með svörum …
Ef litið er til þeirra sem tóku afstöðu með svörum sínum þá segist 25% þjóðarinnar hafa sniðgengið bandarískar vörur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjórðung­ur ís­lensku þjóðar­inn­ar hef­ur sniðgengið banda­rísk­ar vör­ur í mót­mæla­skyni við rík­is­stjórn Don­alds Trumps. Þetta sýna niður­stöður könn­un­ar Pró­sents.

Eft­ir­far­andi spurn­ing var lögð fyr­ir þátt­tak­end­ur: „Hef­ur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vör­ur frá Banda­ríkj­un­um til að mót­mæla aðgerðum rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump?“

Niður­stöður leiða í ljós að 6% svar­enda hafa sniðgengið vör­ur frá Banda­ríkj­un­um að öllu leyti, 17% að ein­hverju leyti, 32% segj­ast vera að íhuga að gera það, 39% segj­ast alls ekki gera það, 4% segj­ast óviss og 1% vilja ekki svara.

Ef litið er til þeirra sem tóku af­stöðu þá svara 25% þjóðar­inn­ar ját­andi, 34% segj­ast vera að íhuga það og 41% svar­ar neit­andi.

Tafla/​Aðsend

Kon­ur lík­legri en karl­ar

Net­könn­un var lögð fyr­ir könn­un­ar­hóp Pró­sents yfir tveggja vikna tíma­bili, frá 13. til 26. mars. Þátt­tak­end­ur voru 2.200 tals­ins, all­ir 18 ára og eldri, og var svar­hlut­fall 50%.

Niður­stöður sýna að kon­ur eru lík­legri til að íhuga það að sniðganga banda­rísk­ar vör­ur og karl­ar eru lík­legri til að hafa alls ekki sniðgengið vör­ur frá Banda­ríkj­un­um.

Tafla/​Aðsend

Þá eru 55 ára og eldri mark­tækt lík­legri til að hafa sniðgengið vör­ur frá Banda­ríkj­un­um en 18 til 34 ára ald­urs­hóp­ur­inn.

Tafla/​Aðsend

Þeir sem eru með há­skóla­próf eru mark­tækt lík­legri til að hafa sniðgengið banda­rísk­ar vör­ur en þeir sem eru með fram­halds­skóla­próf, grunn­skóla­próf eða minni mennt­un.

Tafla/​Aðsend

Þeir sem búa á lands­byggðinni eru mark­tækt lík­legri til að hafa ekki sniðgengið banda­ríska vör­ur held­ur en þeir sem búa í Reykja­vík.

Tafla/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert