Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að manneskju sem á talsverða peningaupphæð í reiðufé í óskilum á lögreglustöðinni.
Heiðvirður borgari fann peningana í Reykjavík í síðustu viku og fór með þá til lögreglunnar að því er fram kemur í færslu hennar á samfélagsmiðlum.
Lýst er eftir eigandanum og það tekið fram að krafist verði staðfestingar á eignarhaldi.