Fór með talsverða upphæð til lögreglunnar

Heiðvirður borgari fann peningana og fór með til lögreglu.
Heiðvirður borgari fann peningana og fór með til lögreglu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leit­ar nú að mann­eskju sem á tals­verða pen­inga­upp­hæð í reiðufé í óskil­um á lög­reglu­stöðinni.

Heiðvirður borg­ari fann pen­ing­ana í Reykja­vík í síðustu viku og fór með þá til lög­regl­unn­ar að því er fram kem­ur í færslu henn­ar á sam­fé­lags­miðlum.

Lýst er eft­ir eig­and­an­um og það tekið fram að kraf­ist verði staðfest­ing­ar á eign­ar­haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert