Guðmundur um ræðuna: „Fall er fararheill“

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, ræddi við mbl.is í …
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, ræddi við mbl.is í Hörpu í dag. mbl.is/Karítas

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son mennta- og barna­málaráðherra kveðst hafa lent í vand­ræðum með lýs­ingu og smátt let­ur þegar hann flutti ræðu á leiðtoga­fundi menntaráðstefn­unn­ar ISTP í Hörpu í gær.

Ræðan, sem var á ensku, vakti nokk­ur viðbrögð og hef­ur fólk á sam­fé­lags­miðlum jafn­vel sett spurn­ing­ar­merki við kunn­áttu ráðherr­ans í tungu­mál­inu.

Stutt­ur fyr­ir­vari

Spurður út í þau viðbrögð, og hvort komið hafi til greina að tala á ís­lensku og fá túlk sér við hlið, seg­ir Guðmund­ur Ingi að flutn­ing ræðunn­ar hafi borið brátt að. Hann var enda skipaður í embætti á sunnu­dag.

„Ég ákvað að gera þetta, en ég lenti í smá vand­ræðum með ljós og litla stafi. Þetta rann eig­in­lega sam­an,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við mbl.is í dag.

„Þannig að eft­ir á að hyggja, jú, en þetta var allt í lagi. Eins og ég segi, fall er far­ar­heill.“

Guðmund­ur seg­ist ekki hafa talað á ensku í lang­an tíma, senni­lega í ein­hverja ára­tugi.

Spurður hvort hann ætli að flytja ræður á ensku í framtíðinni svar­ar hann ját­andi og seg­ir að um frá­vik hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert