Hæstiréttur sýknar Rúv og Matvælastofnun

Félögin kröfðust viðurkenningar á skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem félagið Brúnegg …
Félögin kröfðust viðurkenningar á skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem félagið Brúnegg ehf. taldi sig hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar í sjónvarpsþættinum Kastljósi sem sýndur var á sjónvarpsrás Ríkisútvarpsins. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Hjörtur/Colourbox

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað Mat­væla­stofn­un og Rík­is­út­varpið af kröf­um Bala ehf. og Geys­is-Fjár­fest­ing­ar­fé­lags ehf. í svo­kölluðu Brúneggja­máli.

Fé­lög­in kröfðust viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­ábyrgð vegna tjóns sem fé­lagið Brúnegg ehf. taldi sig hafa orðið fyr­ir vegna um­fjöll­un­ar í sjón­varpsþætt­in­um Kast­ljósi sem sýnd­ur var á sjón­varps­rás Rík­is­út­varps­ins.

Í þætt­in­um var fjallað um aðbúnað og vel­ferð hæna í varp­hús­um fyr­ir­tæk­is­ins og eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar. Bali og Geys­ir-Fjár­fest­ing­ar­fé­lag höfðu fengið kröf­urn­ar fram­seld­ar frá þrota­búi Brúneggja, að því er seg­ir í dómi Hæsta­rétt­ar.

Upp­lýs­ing­ar sem áttu er­indi við al­menn­ing

Hæstirétt­ur staðfesti niður­stöðu Lands­rétt­ar um að sýkna Mat­væla­stofn­un og Rík­is­út­varpið af aðal­kröfu fé­lag­anna um óskipta bóta­ábyrgð. Varðandi vara­kröfu á hend­ur Mat­væla­stofn­un vegna af­hend­ing­ar stofn­un­ar­inn­ar á gögn­um til Rík­is­út­varps­ins taldi Hæstirétt­ur um­fjöll­un stofn­un­ar­inn­ar og at­huga­semd­ir við starf­semi Brúneggja telj­ast vera gögn sem hefðu haft að geyma upp­lýs­ing­ar sem hefðu átt er­indi til al­menn­ings. Mat­væla­stofn­un hefði því verið skylt að af­henda gögn­in á grund­velli upp­lýs­ingalaga.

Þá seg­ir að þrátt fyr­ir að sam­rýmst hefði góðri stjórn­sýslu­fram­kvæmd að óska eft­ir af­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins áður en gögn­in voru af­hent þá taldi Hæstirétt­ur þó að ekki yrði séð að það hefði nokkru breytt um skyldu til af­hend­ing­ar þeirra. Var því ekki fall­ist á að af­hend­ing gagn­anna hefði verið til þess fall­in að valda fé­lag­inu tjóni með ólög­mæt­um og sak­næm­um hætti.

Af­hend­ing gagna jafn­gilti ekki liðsinni Mat­væla­stofn­un­ar

Þá var ekki talið að af­hend­ing gagna á grund­velli upp­lýs­ingalaga og sam­skipti því tengd hefðu jafn­gilt liðsinni Mat­væla­stofn­un­ar við gerð þátt­ar­ins né viðtöl við starfs­menn henn­ar um starf­sem­ina og fyr­ir­komu­lag eft­ir­lits með Brúneggj­um.

Hæstirétt­ur féllst því ekki á að Mat­væla­stofn­un væri bóta­skyld vegna ætlaðs liðsinn­is starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar við gerð sjón­varpsþátt­ar­ins. Loks var ekki fall­ist á að um­mæli starfs­manna Mat­væla­stofn­un­ar í sjón­varpsþætt­in­um hefðu leitt til bóta­skyldu stofn­un­ar­inn­ar.

Frétta­menn í góðri trú um sann­leiks­gildi um­mæla sinna

Varðandi vara­kröfu á hend­ur Rík­is­út­varp­inu taldi Hæstirétt­ur ekki hafa verið sýnt fram á að í um­mæl­um frétta­manna hefði verið farið rangt með staðreynd­ir eða að um­fjöll­un­in hefði verið röng að öðru leyti. Taldi Hæstirétt­ur frétta­menn­ina því hafa verið í góðri trú um sann­leiks­gildi um­mæla sinna og hafa notið frels­is til að setja þau fram með þeim hætti sem gert var í sjón­varpsþætt­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert