Hæstiréttur þyngir dóm í kynferðisbrotamáli

Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, dóttur þáverandi sambýliskonu …
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, og stórfellt brot í nánu sambandi á árunum 2016 til 2019. Ljósmynd/Colourbox

Hæstirétt­ur hef­ur þyngt dóm yfir karl­manni sem var dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fyrr­ver­andi stjúp­dótt­ur sinni í fyrra. Hæstirétt­ur staðfest­ir dóm­inn en dæmdi mann­inn í fimm ára fang­elsi. 

Maður­inn var ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn barni, dótt­ur þáver­andi sam­býl­is­konu sinn­ar, og stór­fellt brot í nánu sam­bandi á ár­un­um 2016 til 2019. Fram kom í ákæru að hann hefði mis­notað frek­lega yf­ir­burðastöðu sína gagn­vart stúlk­unni, traust henn­ar og trúnað sem stjúp­faðir og á al­var­leg­an hátt ógnað heilsu og vel­ferð henn­ar með því að hafa í ótil­greind­an fjölda skipta með ólög­mætri nauðung haft við hana önn­ur kyn­ferðismök en sam­ræði auk þess að sýna henni klám­mynd­ir og taka mynd af kyn­fær­um henn­ar. 

Sýknaður í héraði en sak­felld­ur í Lands­rétti

Með dómi héraðsdóms var maður­inn sýknaður af þeim brot­um sem hon­um voru gef­in að sök en með dómi Lands­rétt­ar var hann sak­felld­ur og dæmd­ur í fang­elsi í þrjú ár og sex mánuði.

Maður­inn áfrýjaði niður­stöðunni til Hæsta­rétt­ar sem samþykkti að taka málið til meðferðar.

Hæstirétt­ur sam­mála niður­stöðu Lands­rétt­ar

Hæstirétt­ur tel­ur niður­stöðu hins áfrýjaða dóms hafa byggt á heild­stæðu mati á sönn­un­ar­gögn­um máls­ins, þar á meðal rök­studdu mati á trú­verðug­leika manns­ins og stúlk­unn­ar. Tekið er fram að ekk­ert hafi komið fram um ágalla á þeirri aðferð sem beitt hafði verið við mat á sönn­un á hátt­semi manns­ins sem hann var sak­felld­ur fyr­ir með hinum áfrýjaða dómi.

Þá var ekki fall­ist á rök­semd­ir hans um að sönn­un­ar­byrði um sekt hans hefði verið aflétt af ákæru­vald­inu í and­stöðu við 108. gr. laga um meðferð saka­mála svo og 2. mgr. 70. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og 2. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Ákærði var með hinum áfrýjaða dómi sak­felld­ur fyr­ir nauðgun og önn­ur kyn­ferðis­brot gegn brotaþola, stór­fellt brot í nánu sam­bandi auk þess að hafa sýnt henni klám­mynd­ir og tekið mynd af kyn­fær­um henn­ar, svo sem nán­ar er rakið í ákæru. Þessi niðurstaða, sem reist var á mati á sönn­un­ar­gildi munn­legs framb­urðar fyr­ir dómi, verður sem fyrr grein­ir ekki end­ur­skoðuð fyr­ir Hæsta­rétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/​2008. Að því gættu og að öðru leyti með vís­an til for­sendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sak­fell­ingu ákærða fyr­ir þá hátt­semi sem hon­um er gef­in að sök,“ seg­ir í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar. 

Mann­in­um var einnig gert að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins fyr­ir Hæsta­rétti sam­tals 1.326.411 krón­ur, þar með tal­in mál­svarn­ar­laun verj­anda síns, 1.004.400 krón­ur, svo og þókn­un rétt­ar­gæslu­manns brotaþola, 124.000 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert