Halda ráðstefnu um auðgandi landbúnað

Hægt er að endurnýja heilbrigði jarðvegsins með skilningi á því …
Hægt er að endurnýja heilbrigði jarðvegsins með skilningi á því hvernig landið virkar í gegnum vistkerfisferlana fjóra – orkuflæði, hringrás vatns, hringrás næringarefna og samfélagsvirkni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ráðstefn­an Auðgandi land­búnaður verður hald­in þann 2. apríl á Hilt­on Reykja­vík Nordica.

Í til­kynn­ingu um viðburðinn seg­ir að auðgandi land­búnaður sé leið til að byggja upp heil­brigði jarðvegs­ins með því að nýta nátt­úru­lega ferla nátt­úr­unn­ar. Að læra að vinna með nátt­úr­unni, frek­ar en á móti henni, gagn­ast okk­ur öll­um, jarðveg­in­um, vatn­inu, loft­inu, plönt­un­um, dýr­un­um og fólk­inu. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að hægt sé að end­ur­nýja heil­brigði jarðvegs­ins með skiln­ingi á því hvernig landið virk­ar í gegn­um vist­kerf­is­ferl­ana fjóra – orkuflæði, hringrás vatns, hringrás nær­ing­ar­efna og sam­fé­lags­virkni.

Auðgandi land­búnaður sé því leiðin til að kol­efnis­jafna mat­væla­kerfið og gera land­búnaðinn þol­inn fyr­ir lofts­lags­áföll­um. Það muni ekki ger­ast nema okk­ur tak­ist að gera það viðskipta­lega aðlaðandi fyr­ir bænd­ur. Bænd­ur verði að vera í for­gangi sem lyk­ilaðilar í bar­áttu okk­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Fyr­ir­les­ar­ar málþings­ins

Peter Byck, leik­stjóri, fram­leiðandi og hand­rits­höf­und­ur Car­bon Nati­on, er meðal fyr­ir­les­ara málþings­ins. Byck gekk ný­lega til liðs við Arizona State Uni­versity, bæði í sjálf­bærni­deild og Cronki­te School of Journa­lism.

Dr. Allen Williams fer einnig með fyr­ir­lest­ur, fjöl­skyldu­bóndi og stofn­fé­lagi Grass Fed In­sig­hts, LLC, Und­er­st­and­ing Ag, LLC og Soil Health Aca­demy.

Þá fer Dr. Kris Nichols einnig með fyr­ir­lest­ur. Hún er leiðtogi í hreyf­ing­unni til að end­ur­nýja jarðveg fyr­ir holl­an mat, fólk og plán­etu. Hún er nú stofn­andi og aðal­vís­indamaður KRIS (Know­led­ge for Re­generati­on and Innovati­on in Soils) Systems Educati­on & Consultati­on og und­ir­verktaki hjá Soil Health Consulting, Inc.

Einnig verða fyr­ir­les­ar­ar frá Íslandi. Það eru pró­fess­or Krístín Vala Ragn­ars­dótt­ir, Hulda Björns­dótt­ir bóndi og Sus­anne Claudia Möckel Lektor í Land­búnaðar­há­skól­an­um.

Í lok­in verður pall­borð þar sem áhorf­end­um gefst tæki­færi til að spyrja alla fyr­ir­les­ara spurn­inga.

Aðstæður verði eins og áður

Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir að sam­kvæmt Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (FAO) lýsi auðgandi land­búnaður heild­ræn­um land­búnaðar­kerf­um sem bæti meðal ann­ars vatns- og loft­gæði, auki líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika vist­kerfa, fram­leiði nær­ing­ar­rík­an mat og geymi kol­efni til að draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga.

Þessi bú­skap­ar­kerfi séu hönnuð til að vinna í sátt við nátt­úr­una og viðhalda og bæta efna­hags­lega hag­kvæmni.

Tap á frjó­söm­um jarðvegi heims­ins og líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika sé ban­væn ógn við framtíðaraf­komu. Sam­kvæmt jarðvegs­fræðing­um ein­kenn­ist rýrn­un á mat­væla­fram­boði á minni nær­ingu og tapi á mik­il­væg­um snefil­efn­um, sem og tjóni á lýðheilsu. Í framtíðinni verði ekki leng­ur nægi­leg rækt­an­leg gróður­mold til að fæða mann­kynið.

Auðgandi land­búnaður leiði til heil­brigðs jarðvegs, sem geti fram­leitt hágæða, nær­ing­ar­rík mat­væli á sama tíma og hann bæt­ir land og leiðir að lok­um til frjó­samra býla og heil­brigðra sam­fé­laga og hag­kerfa. Horfa þurfi til bú­skap­ar með heild­ræn­um hætti, sem feli í sér vist­ræna og líf­ræna bú­skap­ar­hætti. Með því t.d. að draga úr jarðvegsraski, nota þekju­gróður, skipti­rækt­un, moltu­gerð, beit­ar­stjórn­un og gerð beiti­lands, til að auka mat­væla­fram­leiðslu, auka tekj­ur til bænda og sér­stak­lega að bæta efsta hluta jarðvegs­ins.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni felst ávinn­ing­ur þess­ar­ar aðferðar meðal ann­ars í minni kostnaði fyr­ir bænd­ur, minni eldsneyt­is­notk­un, auk­ins efsta hlut­ar jarðvegs, auk­inni bind­ingu kol­efn­is í jarðveg­inn (lofts­lags­bæt­ing), jarðveg­ur verður líf­rænni, vatns­bú­skap­ur bæt­ist, plönt­ur verða heil­brigðari. Aðstæður verði í raun eins og þær voru fyr­ir 80 árum síðan.

Plakat/​Aðsent
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert