Íslensk-pólsk veforðabók opnuð á vefnum

Frá opnun veforðabókarinnar í dag.
Frá opnun veforðabókarinnar í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Opnað hef­ur verið fyr­ir Íslensk-pólska veforðabók á ver­ald­ar­vefn­um. Í henni eru 54 upp­fletti­orð ásamt fjölda dæma og orðsam­banda sem öll eru þýdd á pólsku.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyt­inu.

Seg­ir þar enn frem­ur að verk­efnið sé unnið fyr­ir fjár­fram­lög frá ráðuneyt­inu og er veforðabók­in gjald­frjáls og öll­um aðgengi­leg.

Á veg­um Árna­stofn­un­ar

„Unnið hef­ur verið að veforðabók­inni und­an­far­in ár á Árna­stofn­un og eru þetta því mik­il tíma­mót. Rit­stjóri pólska mark­máls­ins er Stan­islaw Bartoszek og auk hans unnu að orðabók­inni Al­eks­andra Kiel­iszewska og Miroslaw Ólaf­ur Am­broziak. Að verk­inu komu einnig Em­ilia Mlynska skólaráðgjafi og Pawel Bartoszek sér­fræðing­ur. Aðal­rit­stjóri orðabók­ar­inn­ar er Þór­dís Úlfars­dótt­ir og verk­efn­is­stjóri Hall­dóra Jóns­dótt­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá bygg­ir orðabók­in á sama grunni og veforðabæk­urn­ar IS­L­EX, LEX­IA og Íslensk nú­tíma­málsorðabók sem Árna­stofn­un gef­ur einnig út.

Teymið sem vann að veforðabókinni.
Teymið sem vann að veforðabók­inni. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Sú ní­unda í röðinni

Er framb­urður allra ís­lenskra upp­fletti­orða gef­inn með hljóðdæm­um og eru tengl­ar í Beyg­ing­ar­lýs­ingu ís­lensks nú­tíma­máls.

Kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að Íslensk-pólsk veforðabók sé sú ní­unda í röð tví­mála veforðbóka Árna­stofn­un­ar.

„Von­ir standa til að orðabók­in nýt­ist sem flest­um, ekki síst þeim fjöl­mörgu íbú­um Íslands sem hafa pólsku að móður­máli.“

Veforðabók­ina má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert