„Kemur skemmtilega á óvart“

Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.
Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

„Þetta kem­ur okk­ur skemmti­lega á óvart það verðum við að segja,“ sagði Tinna Gunn­laugs­dótt­ir og Eg­ill Ólafs­son bætti við: „Ég tek und­ir það“, þegar þau tóku á móti heiður­sverðlaun­um Íslensku sjón­varps- og kvik­mynda­aka­demí­unn­ar, ÍKSA, við hátíðlega at­höfn á Hilt­on-hót­eli fyrr í kvöld.

Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson
Tinna Gunn­laugs­dótt­ir og Eg­ill Ólafs­son mbl.is/Á​sdís

„Það er ómet­an­legt að hafa fengið að vera hluti af sögu ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar frá svo gott sem upp­hafi, eða frá því að kvik­mynda­vorið brast á og við fór­um að gera kvik­mynd­ir í ein­hverj­um mæli – og ekki síður að hafa fengið að vera viðloðandi brans­ann allt fram á þenn­an dag. Við þökk­um fyr­ir það og um leið þessa óvæntu viður­kenn­ingu,“ sagði Tinna meðal ann­ars í þakk­arræðu þeirra hjóna.

Tinna rifjaði upp að þau Eg­ill hafi verið ung og áhuga­söm þegar kvik­mynda­vorið brast á. „Bæði virk í leik­hús­un­um og svo var auðvitað tón­list­ar­brans­inn, þar sem Eg­ill var marg­ham­ur, en heim­ur kvik­mynd­anna heillaði með allt sitt nýja­brum og alla sína mögu­leika til að að tjá og túlka.

Fylgst með kvikmyndatökum á Egilstaðaflugvelli. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson.
Fylgst með kvik­mynda­tök­um á Eg­ilstaðaflug­velli. Tinna Gunn­laugs­dótt­ir og Eg­ill Ólafs­son.

Og svo fór að við vor­um kölluð til og höf­um í gegn­um tíðina átt aðkomu að fjölda kvik­mynda og sjón­varps­mynda, sam­an eða í sitt­hvoru lagi og aðal­hlut­verk­in eru orðin nokkuð mörg, eða sam­tals hátt á þriðja tug­inn. Auk þess stofnuðum við þrjú fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í sam­starf við af­burðafólk í brans­an­um sem öll gerðu bíó­mynd­ir, að vísu bara eina eða tvær hvert, af því að hver mynd var slíkt átak og kostaði eig­in­lega bæði svita og tár, lát­um blóðið liggja á milli hluta.

Þetta var frum­kvöðla starf og styrk­ir ákaf­lega tak­markaðir – það á svo sem við enn í dag - en við erum að tala um allt niður í 10% af kostnaði. En það var ekki bara fjár­magn sem skorti á þess­um björtu vor­dög­um í brans­an­um það skorti líka þekk­ingu á svo ótal mörg­um sviðum, og það þrátt fyr­ir að við ætt­um orðið hand­fylli af menntuðum kvik­mynda­leik­stjór­um. Störf­in eru svo mörg og flestall­ir voru að vinna við miðil­inn í fyrsta sinn. En vilj­inn flyt­ur fjöll og eins og svo marg­ir aðrir, lögðum við Eg­ill allt und­ir og geng­um í flest störf, hvort sem það var leik­ur og söng­ur, hand­rits­vinna, tón­sköp­un, aðstoðarleik­stjórn, fram­leiðslu­stjórn, eða ein­fald­lega bara að vera hlaup­ar­ar, burðar­menn og redd­ar­ar, og jafn­vel allt í senn. Og við vor­um bara nokkuð hepp­in, slupp­um fyr­ir horn fjár­hags­lega og grædd­um jafn­vel smá­veg­is í einn mynd­anna, meðan við töpuðum svo á þeirri næstu, en þá var bara að bíta á jaxl­inn og vinna fyr­ir skuld­un­um. En allt var þetta þess virði.

Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir.
Eg­ill Ólafs­son og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Það má vissu­lega halda því fram að það hafi ekki allt lukk­ast, en það er huti af þroska­ferl­inu og það á við um all­ar list­grein­ar, sumt botn­fell­ur, meðan annað lif­ir af og nær máli. En svo mikið er víst að við get­um öll verið stolt af þess­ari ungu list­grein á Íslandi, ís­lenskri kvik­mynda­gerð.

Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson
Tinna Gunn­laugs­dótt­ir og Eg­ill Ólafs­son mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Við erum öll í heim­in­um og heim­ur­inn er einn, sama kvik­an bær­ist innra með okk­ur öll­um og góð kvik­mynd get­ur farið svo nærri því að kom­ast að ein­hverj­um sam­mann­leg­um kjarna og þegar allt fell­ur sam­an og úr verður heild­stætt lista­verk geta áhrif­in orðið svo sterk að við sem áhorf­end­ur verðum ekki söm á eft­ir. Eitt­hvað sit­ur eft­ir, eitt­hvað sem opn­ar gluf­ur inn í auk­inn skiln­ing, víðari sýn á mann­eskj­una – á heim­inn. List­in er mann­bæt­andi þegar best læt­ur og þar er kvik­myndalist­inn svo sann­ar­lega einn af beitt­ustu hníf­un­um í skúff­unni.
Við verðum að halda áfram að skapa og búa til - við eig­um er­indi við heim­inn, rétt eins og heim­ur­inn á er­indi við okk­ur. Við höf­um svo ótalmarg­ar sög­ur að segja og á hvíta tjald­inu rata þær víða og fá marg­háttaða skír­skot­un.

Lifi ís­lensk kvik­mynda­gerð!“

Rætt er ít­ar­leg­ar við heiður­sverðlauna­hafa árs­ins, þau Egil Ólafs­son og Tinnu Gunn­laugs­dótt­ur, á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á föstu­dag­inn kem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert