Kristrún sækir leiðtogafund um Úkraínu í París

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tek­ur á morg­un þátt í leiðtoga­fundi í Par­ís um mál­efni Úkraínu.

Á fund­in­um munu leiðtog­arn­ir ræða um áfram­hald­andi stuðning við Úkraínu, viðræður um vopna­hlé og hvernig megi tryggja frið og ör­yggi í Úkraínu til fram­búðar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu. 

Gest­gjafi fund­ar­ins er Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, en um 30 þjóðarleiðtog­ar sækja fund­inn sem hald­inn verður í Elysée-höll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert