Nguyen algengasta ættarnafnið á Íslandi

Jón Gnarr hafði spurt um algengustu ættarnöfnin á Íslandi.
Jón Gnarr hafði spurt um algengustu ættarnöfnin á Íslandi. mbl.is/Karítas

Nguyen er al­gengsta ætt­ar­nafnið á Íslandi.

Þetta kem­ur fram í svari Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn frá Jóni Gn­arr.

Fyr­ir­spurn Jóns var svohljóðandi: Hver eru al­geng­ustu ætt­ar­nöfn, ís­lensk og er­lend, sem eru skráð í þjóðskrá og hversu marg­ir bera hvert ætt­ar­nafn?

Í svari Þor­bjarg­ar kem­ur fram að 615 manns bera ætt­ar­nafnið Nguyen.

Þar á eft­ir koma:

  • Blön­dal (472)
  • Han­sen (458)
  • Thor­ar­en­sen (354)
  • Rodrigu­ez (351)
  • And­er­sen (329)
  • Santos (321)
  • Niel­sen (317)
  • Garcia (291)
  • Ol­sen (289)

Hér má sjá lengri lista yfir al­geng­ustu ætt­ar­nöfn­in.

Ekki grein­ar­mun­ur

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands er um­rædd vinnsla ekki full­kom­lega ná­kvæm þar sem ekki er unnt að taka ein­ung­is ætt­ar­nöfn úr grunni þjóðskrár.

Grunn­ur­inn er sett­ur sam­an úr ætt­ar­nöfn­um og kenn­i­nöfn­um sem taka til kenn­ing­ar til for­eldra. Þó megi ætla að list­inn sé nokkuð ná­kvæm­ur.

Þjóðskrá Íslands held­ur ekki utan um skrán­ingu á upp­runa ætt­ar­nafna og ger­ir því ekki grein­ar­mun á ís­lensk­um og er­lend­um ætt­ar­nöfn­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands styðst stofn­un­in við skrána Ætt­ar­nöfn á Íslandi á vef Árna­stofn­un­ar til að afla upp­lýs­inga um hvort nöfn hafi stöðu ætt­ar­nafns hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert