Lóa sást á Miðnesheiði

Fyrstu fregnir eru komnar um lóu í sumarbúningi, á Miðnesheiðinni. …
Fyrstu fregnir eru komnar um lóu í sumarbúningi, á Miðnesheiðinni. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fregn­ir herma að lóan sé kom­in til lands­ins. Sést hef­ur til lóu á Miðnes­heiði, milli Garðs og Sand­gerðis, sem ekki er tal­in hafa haft hér vet­ur­setu líkt og marg­ar lóur gera.

Vor­boðinn ljúfi hef­ur yf­ir­leitt sést um þetta leyti, síðustu daga mars­mánaðar. Birg­ir Gunn­laugs­son fugla­áhugamaður var á ferðinni á Miðnes­heiði í gær en kona hans taldi sig sjá lóu á þess­um slóðum er hún var að viðra þar hund­inn í gær­morg­un. Að sögn Birg­is hef­ur ekki heyrst eða sést til lóu á þess­um slóðum í vet­ur.

Far­fugl­arn­ir hafa oft fyrst numið hér land á Suðaust­ur­land­inu, kring­um Höfn í Hornafirði. Brynj­úlf­ur Brynj­ólfs­son, fugla­áhugamaður á Höfn, sagðist í sam­tali við mbl.is ekki hafa heyrt af ló­unni í sum­ar­bún­ingi á þess­um slóðum en stutt gæti verið í hana miðað við fyrri ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert