Setur viðmið um andlátsfréttir

Ríkisútvarpið hefur nú sett sérstök viðmið um hvernig segja skuli …
Ríkisútvarpið hefur nú sett sérstök viðmið um hvernig segja skuli frá andláti þekktra einstaklinga, en það var gert í kjölfar gagnrýni. mbl.is/Eggert

Rík­is­út­varpið hef­ur sett sér viðmið um hvernig að verki skuli staðið þegar greint er frá and­láti fólks í frétt­um stofn­un­ar­inn­ar.

Í kjöl­far há­værr­ar gagn­rýni á frétta­flutn­ing Rík­is­út­varps­ins um frá­fall Bene­dikts Sveins­son­ar, lög­manns, at­hafna­manns og föður Bjarna Bene­dikts­son­ar fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, var haft eft­ir Stefáni Ei­ríks­syni út­varps­stjóra að gerð yrðu „form­leg viðmið um rit­un og birt­ingu and­láts­frétta, efnis­tök þeirra og fram­setn­ingu“ og í fram­hald­inu spurðist Morg­un­blaðið fyr­ir um hvaða viðmið giltu í slík­um frétta­flutn­ingi. Svar hef­ur nú borist frá stofn­un­inni.

Kem­ur þar fram að frétta­stof­an segi frá and­lát­um þjóðþekkts fólks, sem haft hafi bein eða óbein áhrif á sam­fé­lagið, en eng­in leið sé að setja al­gild­ar regl­ur þar um.

Ákvörðun um and­láts­frétt sé háð mati. Horft sé til þess hvort viðkom­andi sé þjóðþekkt­ur, hafi haft mik­il áhrif á sam­fé­lagið og hvort and­látið veki mikla at­hygli.

And­láts­frétt­ir lúti í grunn­inn sömu regl­um og viðmiðum og gildi um aðrar frétt­ir.

„Frétta­stof­an skuld­bind­ur sig ekki til að ein­skorða um­fjöll­un um and­lát við það sem fram kem­ur í til­kynn­ingu, frek­ar en í öðrum frétta­flutn­ingi,“ seg­ir í viðmiðunum sem og að frétt­ir af and­lát­um séu viðkvæm­ar og því flutt­ar af nær­gætni og af virðingu við hinn látna og aðstand­end­ur hans.

„Í and­láts­frétt­um eru ævi og störf hins látna rak­in stutt­lega og tí­undað með hvaða hætti hann hafði áhrif á sam­fé­lagið og fyr­ir hvað hann var helst í op­in­berri umræðu. Stund­um kann að reyn­ast nauðsyn­legt að geta erfiðra mála sem litað hafa ævi og fer­il viðkom­andi. Það skal þá gert af smekk­vísi,“ seg­ir þar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert