Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

„Stækkum flokkinn“ voru slagorð Guðrúnar Hafsteinsdóttur í formannskjörinu. Nú er …
„Stækkum flokkinn“ voru slagorð Guðrúnar Hafsteinsdóttur í formannskjörinu. Nú er flokkurinn orðinn örlítið stærri og skákar Samfylkingunni. mbl.is/Ólafur Árdal

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 24,3% fylgi í nýrri könn­un og er sam­kvæmt henni stærsti flokk­ur lands­ins. Sam­fylk­ing­in eyk­ur einnig fylgi sitt, Viðreisn stend­ur í stað en Flokk­ur fólks­ins dal­ar.

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un sem Maskína fram­kvæmdi fyr­ir Vísi. Þar seg­ir að könn­un­in hafi verið gerð á dög­un­um 5. til 19. mars. 

Er þetta fyrsta mæl­ing­in frá því að Guðrún Haf­steins­dótt­ir tók við sem nýr formaður. Í sein­ustu könn­un, sem Maskína gerði í lok fe­brú­ar, stóð fylgi flokks­ins í 21,4%.


Pírat­ar og VG mæl­ast enn utan þings

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir mæl­ast alls með 46,6% fylgi og halda þökk sé 5% múrs­ins.

Þar hef­ur Sam­fylk­ing­in bætt við sig ör­litlu fylgi og stend­ur nú í 23,3%. Fylgi Viðreisn­ar hef­ur lítið sem ekk­ert breyst, 14,8% en fylgi við Flokk fólks­ins lækk­ar úr 9,1 og stend­ur í 8,5%.

Miðflokk­ur­inn tap­ar ör­litlu fylgi og fer úr 11,5% í 10,9%. Fylgi við Fram­sókn lækk­ar úr 7,3% í 6,8%. Vinstri græn­ir og Pírat­ar bæta lít­il­lega við sig en kæm­ust enn ekki á þing. Sósí­al­ist­ar tapa fylgi og falla und­ir 5%-mörk­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert