Starfslokin kosta Sameyki tæpar 70 milljónir

Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis.
Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­ar­inn Eyfjörð, fyrr­ver­andi formaður Sam­eyk­is, verður áfram á laun­um hjá fé­lag­inu næstu tvö og hálfa árið.

Þór­ar­inn vék frá for­mennsku snemma í októ­ber á síðasta ári. Starfs­loka­samn­ing­ur­inn kost­ar fé­lagið tæp­ar 70 millj­ón­ir króna.

Vís­ir grein­ir frá.

Heild­ar­upp­hæð vegna samn­ings­ins tæp­ar 70 millj­ón­ir

Seg­ir þar að stjórn fé­lags­ins hafi á síðasta ári gert starfs­loka­samn­ing við Þór­ar­in um að hann yrði áfram á laun­um næstu tvö og hálfa árið, sem var sá tími sem hann átti eft­ir í embætti er hann vék frá störf­um, og er heild­ar­upp­hæð vegna samn­ings­ins tæp­ar 70 millj­ón­ir króna.

Málið verður rætt á aðal­fundi Sam­eyk­is á morg­un.

Vék úr starfi vegna ágrein­ings

Þór­ar­inn var kjör­inn formaður Sam­eyk­is í mars 2021 og svo sjálf­kjör­inn í embættið 2024.

Hon­um var vikið úr starfi eft­ir ásak­an­ir um að hann hafi gengið of hart fram gegn starfs­fólki Sam­eyk­is.

Í til­kynn­ingu sem send var fjöl­miðlum í októ­ber 2024 kom fram að ágrein­ing­ur hefði verið milli Þór­ar­ins og stjórn­ar fé­lags­ins um nokk­urt skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert