„Þetta er hættulegur staður að vera á“

Lög­regl­an á Suður­landi vill koma því á fram­færi til ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja sem hafa starf­semi á Sól­heima­jökli að at­huga sér­stak­lega vel aðstæður á og við jök­ul­inn áður en farið er í ferðir á hann með ferðamenn.

Grjót­skriða féll á slóða við jök­uljaðar­inn í morg­un þar sem ferðamenn eiga reglu­lega leið hjá. 

Fjöldi fyr­ir­tækja og ein­yrkja bjóða upp á ferðir upp á jök­ul­inn. Mik­il úr­koma hef­ur verið upp á síðkastið og hef­ur hluti fyr­ir­tækj­anna ákveðið að fara ekki upp á jök­ul­inn. 

Bana­slys í ág­úst 

Í ág­úst á síðasta ári varð bana­slys á Breiðamerk­ur­jökli þar sem banda­rísk­ur ferðamaður lést eft­ir að hafa orðið und­ir snjófargi.

Málið var rann­sakað af lög­reglu en ákvörðun var tek­in um að kæra ekki fyr­ir­tækið sem stóð að ferðinni á jök­ul­inn.   

Mik­il­vægt að fara var­lega 

Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir ástæðu til að beina varn­ar­orðum til ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja. 

„Nátt­úr­an er svona og þetta er hættu­leg­ur staður að vera á líkt og víða er þar sem vin­sæl­ir ferðamannastaðir eru. Mik­il­vægt er að fara var­lega og mik­il­vægt að ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in kynni sér aðstæður vel áður en farið er á staðinn,“ seg­ir Sveinn Rún­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert