Uppfullur af einhverri vitleysis orku

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:23
Loaded: 4.88%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:23
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Landsliðsein­vald­ur­inn í hestaíþrótt­um, Sig­ur­björn Bárðar­son þykir um margt minna á banda­ríska kvik­mynda­leik­ar­ann Chuck Norr­is. Sá fyrr­nefndi kann­ast við þetta og hef­ur áður verið líkt við leik­ar­ann sem þekkt­ast­ur er fyr­ir leik í has­ar­mynd­um.

Þetta hef­ur áður verið nefnt við Sig­ur­björn og hann var einu sinni um­fjöll­un­ar­efni í dálkn­um Þrífar­ar vik­unn­ar í Morg­un­blaðinu. Þar var birt mynd af þeim báðum og þóttu með þeim veru­leg lík­indi. Þessi tvífari Sig­ur­björns var rædd­ur í Dag­mál­um í vik­unni þar sem Sig­ur­björn var gest­ur og ræddi fer­il­inn, hesta­mennsku og heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins sem framund­an er í sum­ar.

Sig­ur­björn er að verða búin að fylla sex­tíu ár sem knappi kepp­andi á skeiðvöll­um hér á landi og víða er­lend­is. Hann hef­ur landað að lík­ind­um öll­um titl­um sem í boði eru í hestaíþrótt­um á þeim tíma. Hann seg­ist halda ótrauður áfram á meðan að hann trúi því að hann geti sigrað.

Upp­full­ur af vit­leys­is orku

„Þetta er nátt­úru­lega ein­hver klikk­un. Maður er upp­full­ur af ein­hverri vit­leys­is orku. Kappið hef­ur verið í mér frá því að ég man eft­ir mér sem barn. Er alltaf í kappi við ein­hvern. Alltaf að keppa. Labba hraðar en þú, ef ég labba með þér og pissa lengra þegar maður var krakki,“ viður­kenn­ir þessi mikli keppn­ismaður.

Ertu ekk­ert far­inn að gefa eft­ir? Er ekki neitt farið að hamla þér?

„Nei. „Götsið“ er ennþá. Þetta að ætla sér það er ennþá. Þetta er lang­ur tími. Þetta eru að verða sex­tíu ár sem maður er bú­inn að vera að á vell­in­um að keppa. Það er nátt­úru­lega lang­ur tími. Og ég er ákveðinn í því að þegar ég finn að ég á ekki séns. En á meðan að ég trúi því að ég geti unnið þá held ég áfram. Maður er svona klikkaður í þessu. En þegar ég finn að það er kom­inn vegg­ur eða ég sé að ég á ekki séns í barna­barna­börn­in eða eitt­hvað svo­leiðis. Þá nátt­úru­lega hætti ég,“ sagði Sig­ur­björn.

Rétt er að geta þess að Chuck Norr­is er tölu­vert eldri en Sig­ur­björn. Leik­ar­inn er fædd­ur 10. mars 1940 og hef­ur því tölu­vert for­skot á hinn ís­lenska tvífara sinn.

Dag­mál með Sig­ur­birni eru opin fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins. Hægt er að horfa á þátt­inn með því að smella á link­inn hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert