„Áfengissala á sér nú þegar stað“

Bjórsala var heimiluð á landsleik í júlí í fyrra.
Bjórsala var heimiluð á landsleik í júlí í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík lagði fram bók­un á borgaráðsfundi í síðustu viku þar sem tekið er und­ir sjón­ar­mið Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur (ÍBR) um að sala áfeng­is verði heim­iluð á íþróttaviðburðum.

Er um­sögn flokks­ins að und­ir­lagi til­lögu ÍBR sem lögð var fram á síðasta ári um að heim­ila áfeng­is­sölu á íþróttaviðburðum. Málið var tekið upp hjá menn­ing­ar- og íþróttaráði á vett­vangi borg­ar­mál­anna og það svo rætt í borg­ar­ráði á fimmtu­dag.

Mik­il­væg tekju­lind

Í um­sögn um fram­lagn­ingu til­lögu um að áfeng­issala verði heim­il seg­ir að á fundi ÍBR með fé­lög­um í Reykja­vík í októ­ber hafi verið rædd­ir kost­ir og gall­ar sölu áfeng­is í íþrót­takapp­leikj­um.

„Niðurstaða fund­ar­ins var skýr vilji og raun­ar ákall fé­lag­anna um að sala á áfengi verði heim­iluð; að sniðinn verði skýr rammi um með hvaða hætti slík sala ætti að vera,“ seg­ir í um­sögn ÍBR um málið. Er bent á að íþrótta­fé­lög­in líti á áfeng­is­söl­una sem mik­il­væga tekju­lind.

Bjór­sala á lands­leik í júlí 

Borið hef­ur á því á íþróttaviðburðum á liðnum árum að áfeng­issala hafi verið til staðar. Þannig var t.a.m. bjór­sala á lands­leik karlaliðs Íslands á Laug­ar­dals­velli þegar liðið mætti Alban­íu í júlí í fyrra. Var hún heim­iluð á grund­velli und­anþágu.

Í bók­un Sjálf­stæðismanna seg­ir m.a:

„Áfeng­issala á sér nú þegar stað á slík­um íþróttaviðburðum og get­ur reynst mik­il­væg tekju­lind fyr­ir rekst­ur íþrótt­a­starfs. Það er eðli­legt að reglu­verkið end­ur­spegli bæði veru­leik­ann og tíðarand­ann í sam­fé­lag­inu. Íþrótta­hreyf­ing­unni er vel treyst­andi til að gæta að lýðheilsu­sjón­ar­miðum og tryggja að fólk und­ir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfeng­isveit­ing­um á slík­um viðburðum,“ seg­ir í bók­un­inni.

Sjálfstæðismenn eru hlynntir áfengissölu á íþróttaviðburðum í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir …
Sjálf­stæðis­menn eru hlynnt­ir áfeng­is­sölu á íþróttaviðburðum í Reykja­vík. Hild­ur Björns­dótt­ir er odd­viti flokks­ins.

Nei­kvæðni gagn­vart breyt­ing­um ríkj­andi 

Sjö um­sagn­ir hafa borist um til­lög­una og eru þær frem­ur nei­kvæðar í meiri­hluta til­fella. Eru þær frá Land­læknisembætt­inu, bind­ind­is­sam­töl­un­um IOGT, Mann­rétt­inda- og of­beld­is­ráði Reykja­vík­ur, Reykja­vík­ur­ráði ung­menna, UMFÍ, vel­ferðarráði Reykja­vík­ur auk ÍBR.

Óskað var eft­ir um­sögn­um átta annarra aðila sem tjáðu sig ekki um málið. Þeirra á meðal voru t.d. Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert