Yfirgripsmikið mál en rannsókn miðar vel

Fjórir karlar og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum …
Fjórir karlar og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir að rann­sókn lög­reglu á mann­dráps-, frels­is­svipt­ing­ar- og fjár­kúg­un­ar­máli, sem upp kom þegar maður fannst þungt hald­inn í Gufu­nesi og lést á sjúkra­húsi þann 10. þessa mánaðar, miði vel.

Fimm sitja í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins, fjór­ir karl­ar og ein kona, en tveim­ur kon­um var sleppt úr haldi í gær.

Gef­ur ekki upp þjóðerni

„Það er ómögu­legt að segja til um það hvenær rann­sókn máls­ins lýk­ur. Þetta er yf­ir­grips­mikið mál en við reyn­um að hraða rann­sókn­inni eins og kost­ur er. Við njót­um aðstoðar frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og héraðssak­sókn­ara,“ seg­ir Sveinn Kristján við mbl.is.

Spurður hvort þetta séu allt Íslend­ing­ar sem sitja í gæslu­v­arðhaldi seg­ist hann ekki vilja gefa það upp að svo stöddu en mbl.is greindi frá því í síðustu viku að Stefán Blackburn, þekkt­ur of­beld­ismaður sem margsinn­is hef­ur kom­ist í kast við lög­in vegna of­beld­is­mála, fjár­svika og frels­is­svipt­ing­ar, sé einn þeirra sem eru í varðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert