Almannavarnir bregðist við hernaðarástandi

Ráðstefnan var þéttsetin.
Ráðstefnan var þéttsetin. mbl.is/Karítas

Af­skap­lega ólík­legt er að hernaðarástand geti skap­ast á Íslandi en al­manna­varna­kerfið á að grípa þjóðina ef til þess kem­ur.

Þetta kom fram í er­indi Run­ólfs Þór­halls­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns al­manna­varna­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, á ráðstefnu rík­is­lög­reglu­stjóra um ör­ygg­is­mál hér­lend­is í dag.

Þurf­um að dýpka umræðuna

Á ráðstefn­unni var nokkr­um sinn­um minnst á skandi­nav­íska hug­takið „tota­lfor­svar“ sem grunn­hug­mynd al­manna­varna bygg­ir á.

Það vís­ar til þess að skyld­ur eru lagðar á alla þætti sam­fé­lags­ins, svo sem rík­is­stjórn, lög­reglu, sveit­ar­fé­lög­in, sam­tök, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga. Að sögn Run­ólfs er slag­orðið „við erum öll al­manna­varn­ir“ aldrei of oft notað, líkt og í heims­far­aldr­in­um.

Runólfur Þórhallson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra.
Run­ólf­ur Þór­hall­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra. Ljós­mynd/​Aðsend

Run­ólf­ur nefndi að Finn­ar séu komn­ir lengst í al­manna­varnaviðbrögðum sín­um vegna landa­mæra sinna við Rúss­land.

Hann sagði að hér­lend­is þyrfti að dýpka umræðu um laga­breyt­ing­ar og að sam­starf og grein­ing gagna væri einna mik­il­væg­ast.

Hvað varðar helstu ógn og áskor­an­ir al­manna­varna sagði Run­ólf­ur nátt­úru­vá vera núm­er 1, 2 og 3. Við yrðum þó einnig að beina sjón­um okk­ar að netárás­um, skemmd­ar­verk­um, hryðju­verk­um og hernaðarógn.

Snýst ekki um birgðasöfn­un

Run­ólf­ur minnt­ist á að unnið er að gerð bæk­lings fyr­ir lands­menn með upp­lýs­ing­um um neyðarbirgðir og annað slíkt til und­ir­bún­ings ef Ísland skyldi verða fyr­ir árás.

Hann sagði það vera lið í að auka áfallaþol þjóðar­inn­ar og vinn­an væri í nánu sam­starfi við allt al­manna­varna­kerfið.

Run­ólf­ur sagði að slík­um bæk­lingi hefði verið dreift á Norður­lönd­un­um sem vakti mis­góð viðbrögð al­menn­ings. Staðan sé hins veg­ar ein­fald­lega sú að verið sé að bregðast við breyttri heims­mynd í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um.

Run­ólf­ur benti á að á sjö­unda ára­tugn­um hefði verið unnið að álíka bæk­lingi hér­lend­is í skugga Kúbu­deil­unn­ar. Fallið var hins veg­ar frá því að birta hann af ótta við að valda of mikl­um kvíða.

Run­ólf­ur sagði stjórn­völd þurfa á að vera skýr í sinni stefnu um að fræða al­menn­ing.

Hann sagði mik­il­vægt að leggja áherslu á sam­kennd, ná­ungakær­leik og að horfa í okk­ar nærsam­fé­lag. Ekki fókusera um og of á að kaupa birgðir af vatni og niðursuðuvör­um, eða svo­kallað „bun­ker mentality“.

„Þetta snýst um svo miklu meira en það,“ sagði Run­ólf­ur og lauk þar með síðasta er­indi ráðstefn­unn­ar.

Síðari hluti dag­skrár ráðstefn­unn­ar var lokaður fyr­ir lög­regl­una og ákæru­valdið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert