Blaðamenn verjast árásum vegna starfa sem áður þóttu sjálfsögð

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Heiðar Örn Sig­urfinns­son, frétta­stjóri Rík­is­út­varps­ins, seg­ir barið á fjöl­miðlum Íslands fyr­ir að veita vald­höf­um aðhald. Ný­leg­asta dæmið sé gagn­rýni á frétta­stofu RÚV fyr­ir frétta­flutn­ing um mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, sem sagði af sér embætti sem barna- og mennta­málaráðherra. Fréttamaður­inn sem vann frétt­ina hafi orðið fyr­ir rætnu og per­sónu­legu áreiti eft­ir að frétt­in fór í loftið. 

Hann seg­ir fjöl­miðla og aðrar lýðræðis­stofn­an­ir standa frammi fyr­ir nýj­um ógn­um. Skyndi­lega sé hið drama­tíska slag­orð banda­ríska dag­blaðsins The Washingt­on Post, Lýðræðið deyr í myrkr­inu, farið að hljóma eins og spá­dóm­ur, en ekki heróp.

„Árás­ir sumra stjórn­mála­manna og skipu­lögð dreif­ing fals­frétta hafa miðað að því að grafa und­an trausti al­menn­ings á hefðbundn­um fjöl­miðlum og í mörg­um til­vik­um hef­ur það tek­ist,“ seg­ir Heiðar í færslu sem hann birti á Face­book. 

Blaða- og frétta­menn finni þetta á eig­in skinni og þurfa að verj­ast per­sónu­leg­um árás­um og jafn­vel ógn­un­um „vegna starfa sem áður þóttu sjálf­sögð“.

Barið á fjöl­miðlum fyr­ir að veita vald­höf­um aðhald

Heiðar seg­ir það eiga að vera sjálfsagt að segja frétt­ir í lýðræðis­sam­fé­lög­um og sér­stak­lega frétt­ir af þeim sem fara með völd­in. Eitt mik­il­væg­asta verk­efni fjöl­miðla sé að halda al­menn­ingi upp­lýst­um um at­hafn­ir kjör­inna full­trúa og emb­ætt­is­manna, veita aðhald og spyrja erfiðra spurn­inga. Verk­efnið seg­ir hann alltaf hafa verið vanda­samt, erfitt og vanþakk­látt, en fá­ist eng­inn til að taka það að sér, og gera það vel, þá falli myrkrið á. Lýðræðið þríf­ist ekki án þess.

„Hér á Íslandi er staðan orðin sú, að sára­fá­ir fréttamiðlar eru eft­ir uppist­and­andi, og starf­andi blaðamönn­um hef­ur fækkað til mik­illa muna. Það legg­ur enn rík­ari ábyrgð á herðar þeirra sem eft­ir eru að þeir standi sig og sinni störf­um sín­um af heil­ind­um,“ seg­ir Heiðar.

Und­an­farið hafi verið barið á fjöl­miðlum Íslands fyr­ir að veita vald­höf­um aðhald. Nú síðast hafi gagn­rýn­in snúið að frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins fyr­ir frétta­flutn­ing þann 20. mars, dag­inn sem Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir sagði af sér embætti sem barna- og mennta­málaráðherra, og fyr­ir umræðu um málið í Silfr­inu mánu­dag­inn 24. mars.

Starfs­fólk RÚV er að sögn Heiðars „auðvitað ekki óskeik­ult og tek­ur mark á mál­efna­legri gagn­rýni“. Lengi megi ræða um efnis­tök og fram­setn­ingu ein­stakra frétta, sér­stak­lega í mál­um sem þró­ast um leið og frétt­ir eru sagðar af því, en þá sé betra að vera með staðreynd­ir máls­ins uppi á borðum þegar rætt er um fram­setn­ingu þeirra.

Staðreynd­ir frétta­flutn­ings um mál Ásthild­ar Lóu

Heiðar legg­ur fram nokkr­ar staðreynd­ir um málið.

1. „Ásthild­ur Lóa hafði sjálf ákveðið að segja af sér ráðherra­embætti áður en fyrsta frétt­in var flutt af ástæðum af­sagn­ar­inn­ar.“

2. „Frétta­stofa RÚV byggði fyrstu frétt sína á viðtöl­um við barns­föður Ásthild­ar Lóu og fyrr­ver­andi tengda­móður hans, sem hafði sent for­sæt­is­ráðuneyt­inu er­indi um málið.“

3. „Frétta­stofa RÚV reyndi all­an dag­inn að ná sam­bandi við Ásthildi Lóu til að fá henn­ar hlið á mál­inu. Hluta þess tíma sat hún á fundi með for­mönn­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, þar sem hún ákvað sjálf að sér væri ekki sætt á ráðherra­stóli.“

4. „Ásthild­ur Lóa greindi sjálf frá því í viðtali sem hún veitti fyrst kl. 18, að hún hefði ákveðið að segja af sér. Þar lýsti hún sjálf ástæðum upp­sagn­ar­inn­ar, þessu gamla máli, sem hún vildi ekki að skyggði á störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún lýsti því sjálf sem beina­grind­inni í sín­um skáp.“

Seg­ir hann frétta­stofu RÚV hafa verið sakaða um ýms­ar rang­færsl­ur í frétt­inni en eng­in þeirra hafi staðist skoðun. Ásthild­ur Lóa og barns­faðir henn­ar hafi ekki verið full­kom­lega á einu máli um nokk­ur atriði, eins og ná­kvæm­an ald­ur hans þegar sam­band þeirra hófst, stöðu henn­ar inn­an trú­fé­lags­ins þar sem þau kynnt­ust, eða sam­skipti þeirra varðandi um­gengni við son þeirra.

Slík­ur ágrein­ing­ur sé al­geng­ur í frétt­um, sér­stak­lega frétt­um af per­sónu­leg­um mál­um. Önnur atriði frétt­ar­inn­ar séu óum­deild, eins og sú staðreynd að Ásthild­ur Lóa hafi ít­rekað hringt í kon­una sem sendi er­indið og mætt óboðin heim til henn­ar seint um kvöld.

Fréttamaður­inn orðið fyr­ir rætnu, per­sónu­legu áreiti

Þá seg­ir Heiðar frétta­mann­inn sem vann frétt­ina, Sunnu Kar­en Sig­urþórs­dótt­ur, hafa orðið fyr­ir rætnu og per­sónu­legu áreiti eft­ir að frétt­in fór í loftið. Hún hafi verið sökuð um ann­ar­leg sjón­ar­mið fyr­ir það eitt að vinna vinn­una sína af vand­virkni, heil­ind­um og fag­mennsku, í fullu sam­ráði við rit­stjórn frétta­stof­unn­ar.

„Það er miður að sjá ófræg­ing­ar­her­ferðir á hend­ur blaðamönn­um ná út­breiðslu á sam­fé­lags­miðlum á meðal fólks sem á að vita bet­ur,“ seg­ir hann. 

Seg­ir hann það aldrei þægi­legt eða þakk­látt starf að segja frétt­ir af viðkvæm­um einka­hög­um fólks, þeir eigi yf­ir­leitt tak­markað er­indi í frétt­ir. Það sé þó hlut­verk og til­gang­ur fréttamiðla að segja frá at­b­urðum og aðstæðum sem gætu orðið til þess að ráðherra sé ekki sætt í embætti, hversu óþægi­leg­ar og dap­ur­leg­ar sem þær kunni að vera.

Ef fjöl­miðlar sinni ekki þessu hlut­verki sé al­veg óhætt að leggja þá niður og slökkva ljósið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert