Blaðberar tilkynntir til lögreglu

Íbúi í Hafnarfirði taldi blaðburðarfólk vera innbrotsþjófa.
Íbúi í Hafnarfirði taldi blaðburðarfólk vera innbrotsþjófa. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Blaðber­ar í Hafnar­f­irði voru til­kynnt­ir til lög­reglu þar sem ein­stak­ling­ur hélt að inn­brjótsþjóf­ar væru á ferð.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Aðili til­kynn­ir um fólk sem reyn­ir að kom­ast inn í íbúð hans í hverfi 220. Við skoðun lög­reglu var um blaðburðarfólk að ræða.“

Maður grip­inn við að selja fíkni­efni

Í miðbæn­um var brot­ist inn í fyr­ir­tæki og til­raun til inn­brots í öðru fyr­ir­tæki.

Þá barst lög­reglu til­kynn­ing um heim­il­isófrið í Reykja­vík og var einn hand­tek­inn. 

Í eft­ir­liti lög­reglu í miðbæn­um sást til manns sem var að selja fíkni­efni og var hann hand­tek­inn. 

Kveikti sjálf­ur í rusl­inu

Í Kópa­vogi var ein­stak­ling­ur sem til­kynnti um hlut sem hafði verið kastað inn á sval­irn­ar hjá hon­um og mik­inn reyk lagði frá.

„Við skoðun var að ræða rusla­fötu sem hús­ráðandi hafði sjálf­ur kveikt í,“ seg­ir í dag­bók­inni. 

Einn ökumaður var svipt­ur öku­rétt­ind­um á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir að keyra á 128 km/​klst. á götu þar sem há­marks­hraði er 60 km/​klst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert