Blaðberar í Hafnarfirði voru tilkynntir til lögreglu þar sem einstaklingur hélt að innbrjótsþjófar væru á ferð.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
„Aðili tilkynnir um fólk sem reynir að komast inn í íbúð hans í hverfi 220. Við skoðun lögreglu var um blaðburðarfólk að ræða.“
Í miðbænum var brotist inn í fyrirtæki og tilraun til innbrots í öðru fyrirtæki.
Þá barst lögreglu tilkynning um heimilisófrið í Reykjavík og var einn handtekinn.
Í eftirliti lögreglu í miðbænum sást til manns sem var að selja fíkniefni og var hann handtekinn.
Í Kópavogi var einstaklingur sem tilkynnti um hlut sem hafði verið kastað inn á svalirnar hjá honum og mikinn reyk lagði frá.
„Við skoðun var að ræða ruslafötu sem húsráðandi hafði sjálfur kveikt í,“ segir í dagbókinni.
Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að keyra á 128 km/klst. á götu þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.